„Bjargið tungumálum heims“ krefjast nemendur West Virgina háskóla sem mótmæla niðurskurði

Á mánudag gekk fjöldi nemenda West Virgina háskóla í Bandaríkjunum út úr fyrirlestrasölum og kom saman til mótmæla gegn áformum um að fella niður tíu námsbrautir og skera niður um 169 fullar stöður við kennslu og rannsóknir við skólann.

Stjórn háskólans segir þörf á að skera niður útgjöld og segist hafa tekið mið af þörfum nemenda í því samhengi, að aðeins verði felldar niður þær námsbrautir sem nýttar eru af fæstum nemendum, eða um tvö prósent nemda við skólann.

Í tillögunni sem stjórn skólans mun kjósa um þann 15. september nk. er meðal annars gert ráð fyrir að fella niður námsbrautir erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, að meðtöldu grunnnámi í frönsku, spænsku, kínversku, þýsku og rússneskum fræðum, ásamt meistaranámi í málvísindum og enskukennslu fyrir útlendinga. Einnig er fyrirhugað að fella niður BA-námsbrautir í umhverfisfræðum, skipulagi félagasamtaka, tónsmíðum, leiklist og skapandi skrifum, auk doktorsnáms á menntasviði, í stjórnsýslu og stærðfræði,

Tæplega 30 þúsund nemendur eru við háskólann og um 10.000 starfsmenn, að akademísku starfsfólki meðtöldu.

Skólinn var stofnaður sem landbúnaðarskóli árið 1867, en gerður að almennum háskóla með nafnbreytingu ári síðar.

AP, CBS og Inside Higher Ed greindu frá mótmælunum, meðal annarra.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí