Burt með nasistana! – Ömmur gegn hægrinu mótmæla í Magdeburg

Síðustu helgina í júlí hélt þýska öfga-hægrihreyfingin AfD flokksþing sitt í borginni Magdeburg. Þúsundir komu saman til mótmæla af því tilefni. Á meðal þeirra hópa sem tóku þátt í mótmælunum var hreyfingin Omas gegen Rechts, eða Ömmur gegn hægrinu. Þær beittu aðferð sem er vel þekkt á Íslandi, slógu í potta og pönnur og hrópuðu Burt með nasistana! Það viðraði vel til mótmæla þennan dag í Magdeburg, eins og sjá má að meðfylgjandi myndum vefmiðilsins Meeting Point Jerichower Land.

AfD hefur átt fulltrúa á þýska sambandsþinginu frá árinu 2017. Hreyfingin berst gegn samstarfi ríkja á vettvangi Evrópusambandsins og gegn réttindum innflytjenda. Þó að ljóst hafi verið frá stofnun flokksins árið 2013 að hann leitaði stuðnings kjósenda í krafti útlendingastyggðar þá er almennt litið svo á að öfgafyllstu kimum flokksins hafi vaxið ásmegin síðan þá, þjóðernishyggja og rasismi orðið sýnilegri innan raða hans.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí