Einu konunum í búðunum kastað út á götu: Blessing segist bara vilja deyja

Blessing Newton frá Nigeríu sem var rekin á götuna úr flóttamannabúðum útlendingastofnunar í Flatahrauni í dag kom ásamt þeim Esther og Mary  sem voru í sömu stöðu seinna í dag að sækja dótið sitt eftir að hafa farið á Geðdeild LSH í áfalli.  

Konurnar eru miður sín og hafa í engin hús að vend en Blessing ræddi stuttlega við Maríu Pétursdóttur blaðamann Samstöðvarinnar.   Blessing gagnrýnir yfirvöld fyrir að leyfa ekki barnlausum konum að fara beint út á vinnumarkaðinn á Íslandi en hún upplifir mikla höfnun og hatur fyrir að vera öðruvísi.  Þá voru þær þrjár einnig einu konurnar sem dvöldu í búðunum og fannst þeim ómannúðlegt að vera kastað út eins og fyrir þá sök að vera konur.  Hún segir nýtt fólk koma inn og þá sé rýmt fyrir því með því að setja aðra út á götu.

Þær Blessing, Esther og Mary eru allar fórnarlömb mansals og vændis og hafa dvalið á Íslandi frá 3 upp í 5 ár en eiga nú að sjá um sig sjálfar án atvinnuleyfis og koma sér úr landi. 

Blessing veltir fyrir sér hvort stjórnvöld ætlist til þess að þær sjái fyrir sér með vændi hér á landi líka úr því verið sé að senda þær í sömu aðstæður og þær komu úr en hún segist einmitt vilja dvelja hér þar sem hér þrífist lítill sem enginn slíkur óhugnaður.  Hún vill bara vinna og greiða skatt á Íslandi og fá að lifa hér í friðsemd.  Eins og staðan sé hins vegar núna þá langi hana bara til að deyja. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí