Segir rafskaut ekki gera hvalveiðar mannúðlegri

„Hugmyndin með að nota rafmagn við veiðarnar hefur ekkert að gera með að hafa þær mannúðlegri og láta hvali drepast fyrr. Rafmagnið mun bara deyfa dýrið og láta það líta út fyrir að vera minna lifandi en það er og hreyfingarlausara á meðan því blæðir út og þar af leiðandi mun það koma miklu betur út á myndbandsupptöku,“ segir Henry Alexander Henrysson heimspekingur og einn þeirra sem sat í fagráði Mat­væla­stofn­un­ar, sem mælti gegn hvalveiðum í vor.

Henry Alexander skrifar grein í tilefni skýrslu frá starfshópi ráðherra sem birt var á mánudaginn þar sem ýmsar mögulegar umbætur í veiðiaðferðum á stórhvelum voru skoðaðar. Og því að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun tilkynna eftir ríkisstjórnarfund hvort hún muni framlengja hvalveiðibannið.

„Að mínum dómi er ekkert nýtt í þessari skýrslu, hún vissulega segir að það sé hægt að bæta veiðiaðferðir að einhverju marki,“ skrifar Henry Alexander. „En reyndar lokar skýrslan sem betur fer endanlega að mínu mati á þessar hugmyndir um að nota rafmagn við veiðarnar, það held ég að sé alveg stórhættuleg hugmynd og ég veit ekki til þess að það sé nokkur vísindamaður í heiminum sem styður þær tillögur eða hugmyndir.“

„Við höfum engar nýjar upplýsingar um að það sé hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela, það er ekkert í þessari nýju skýrslu sem gefur það í skyn,“ skrifar Henry Alexander. „Þó að skýrslan gefi í skyn að það sé hægt að bæta veiðarnar eitthvað þá þýðir það ekki að það sé hægt að tryggja mannúðlega aflífun hvalanna við veiðarnar.“

Lesa má grein hans hér: Rafskaut minnka ekki þjáningu dýra

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí