Sósíalistar styðja baráttu strandveiðifólks gegn stórútgerðinni

Sjávarútvegur 30. ágú 2023

„Sósíalistaflokkurinn krefst þess að strandveiðar verði teknar tafarlaust upp að nýju Það var fráleit ákvörðun matvælaráðherra að láta undan kröfu stórútgerðarinnar og auka ekki við heimildir strandveiðiflotans,“ segir í ályktun framkvæmda- og málefnastjórna Sósíalistaflokksins. „Strandveiðar eru umhverfisvænasta veiðiaðferðin, þær stuðla að atvinnuuppbyggingu í sjávarbyggðum sem kvótakerfið hefur leikið illa og þær skapa sjómönnum tækifæri til atvinnu utan þrúgandi kúgunar stórútgerðanna. Strandveiðar eru líka sá hluti fiskveiða sem dregur best fram mikilvægi aðskilnaðar veiða og vinnslu með sölu afla á fiskmarkaði, sem Sósíalistaflokkurinn telur forsendu uppbyggingu heilbrigðs sjávarútvegs.·

í ályktuninni kemur fram að í tillögum Sósíalistaflokksins um endurheimt auðlindanna segi: „Kvótakerfið sem upphaflega var sett á til að vernda fiskistofnana hefur þróast í óskapnað sem hefur í reynd einkavætt fiskimið almennings. Kerfið hefur brotið niður byggðir og safnað upp auð örfárra, svo miklum að hann ógnar lýðræðinu og frelsi almennings. Sósíalistaflokkurinn hefur þá stefnu að leggja niður þetta kerfi og byggja réttlátari umgjörð utan um fiskveiðar og vinnslu. Ný umgjörð þarf að reisa við það sem kvótakerfið braut niður og brjóta upp þá auðhringi sem kvótakerfið bjó til.“

Í tillögum flokksins segi einnig: „Handfæraveiðar verða gefnar frjálsar fimm veiðidaga í viku að eigin vali frá mars til október. Miðað er við þrjár rúllur þar sem er einn maður um borð en fjórar þar sem eru tveir. Þessar veiðar verða að lúta veðurviðvörun Veðurstofunnar.“

„Strandveiðar eru aðeins örlítill hluti sjávarútvegsins í dag. Strandveiðifólk stendur veikt gegn frekju og yfirgangi stórútgerðarinnar. Sósíalistaflokkurinn styður baráttu strandveiðifólks og fordæmir hvernig stjórnvöld kjósa ætíð að verja hagsmuni stórútgerðarinnar, sem eru ekki hagsmunir almennings,“ segir í ályktun stjórnanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí