Næringarfræðingar vegsama skaðlegar vörur á samfélagsmiðlum gegn greiðslu

Matvælafyrirtæki hafa greitt fagfólki á sviði næringar og heilsu fyrir að halda vörum sínum að fólki, þar á meðal, börnum og unglingum á samfélagsmiðlum. Meðal varnings sem sumir næringarfræðingar halda á lofti, gegn greiðslu, án þess að það komi alltaf fram, eru gervisætuefni, gostdrykkir og sælgæti. Þetta kemur fram í umfjöllun Washington Post nú um helgina.

Fjölmiðillinn tekur dæmi af næringarfræðingum sem beittu fyrr á þessu ári myllumerkinu #safetyofaspartame, eða „öryggi aspartame“. Steph Grasso, næringarfræðingur frá Vancouver, notaði myllumerkið til að láta 2,2 milljónir fylgjenda sinn á Tiktok vita að viðvaranir Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um mögulegar hliðarverkanir sætuefnisins aspartame væru „smellibeita“ og „vísindi af lágum gæðum“.

Næringarfræðingurinn Cara Harbstreet, frá Kansas, lét fylgjendur sína á Instagram vita að þau ættu ekki að hafa áhyggjur af „óttavekjandi fyrirsögnum“ um aspartame, enda séu engar sannanir fyrir því að efnið sé skaðlegt. Og Mary Ellen Phipps, næringarfræðingur frá Houston, tók sopa af gosdrykk og sagði fylgejndum á Instagram að gervisætuefni „fullnægi lönguninni í sætt“ án þess að hafa áhrif á blóðsykur eða insúlín.

Engin þessara næringarfræðinga tók hins vegar fram að þeim var greitt fyrir þessar færslur af samtökunum American Beverage, sem annast hagsmuni fyrirtækjanna Coca-Cola, PepsiCo og fleiri.

Herferð drykkjarfyrirtækja beint gegn aðvörunum WHO

Í umfjöllun Washington Post kemur fram að 35 færslur, hið minnsta, frá tólf sérfræðingum hafi leikið þátt í herferð American Beverage, sem hófst í kjölfar þess að WHO vakti máls á spurningum um þá áhættu sem fylgir gervisætuefninu nú í sumar. Meðal þess sem fram kom í umfjöllun WHO var að aspartame, sem er til að mynda notað í drykki á við Diet Coke, sé „líklega krabbameinsvaldandi“. Þá gagnist efnið ekki við þyngdartap.

Samtökin American Beverage hafa viðurkennt að hafa efnt til þessarar herferðar gegn fræðslu WHO. Washington Post segir herferðina aðeins eitt dæmi um það hvernig fyrirtæki í matvælaiðnaði beiti áhrifavöldum á samfélagsmiðlum, þar á meðal skráðu og viðurkenndu fagfólki, til að selja varning og bera fram skilaboð í þágu iðnaðarins. Þetta leiddi rannsókn fjölmiðilsins í ljós, sem unnin var í samstarfi við The Examination, rannsóknarstofnun á sviði fjölmiðlaumfjöllunar um heilbrigðismál.

Af þeim 68 næringarfræðingum sem rannsóknin tók til athugunar, sem allir höfðu 10.000 eða fleiri fylgjendur á samfélagsmiðlum, reyndist um helmingur hafa birt færslur í kynningarskyni fyrir tiltekin matvæli, drykkjarföng eða fæðubótarefni undanliðið ár. Oft var ekki tekið fram að um greidda kynningu væri að ræða.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí