Samherji hagnaðist um 14,3 milljarða króna í fyrra

Samherji hf., sem er innanlandshluti þessa auðhrings, hagnaðist um 14,3 milljarða króna í fyrra. Þetta er aðeins minna en ári fyrr, þegar hagnaðurinn var 17,3 milljarðar króna.

Um 800 manns vinna hjá Samherja, sé miðað við ársverk. Hagnaður fyrirtækisins er því tæplega 18 m.kr. á hvert ársverk, nánast 1,5 m.kr. á mánuði. Fyrirtækið tekur því til sín meiri arð af vinnu fólksins en það fær sjálft í laun.

„Góður árangur í rekstri byggist fyrst og fremst á þekkingu og metnaði starfsfólks og ég vil nota tækifærið og þakka öllu starfsfólki fyrir samstarfið á árinu,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Ég hlakka til að starfa með föður mínum og öllu því frábæra starfsfólki sem er hjá Samherja hf. að áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins,“ segir Baldvin Þorsteinsson, nýkjörinn formaður stjórnar og sonur Þorsteins Más, í sömu tilkynningu.

Skiljanlega eru þeir feðgar glaðir yfir að eigendur fyrirtækisins fái mest af arðinum af vinnu starfsfólksins. Og svo auðvitað arðinn af auðlindum þjóðarinnar.

Myndin er af Baldvini Þorsteinssyni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí