Skerpa þarf lög til að tryggja réttarvernd sjálfstætt starfandi, segir BHM

Skýra þarf gildissvið og orðalag í innlendri löggjöf, þar með talið laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, svo tryggja megi sambærilega réttarvernd einyrkja og launafólks á Íslandi, segir í tilkynningu sem Bandalag háskólamanna (BHM) lét frá sér á mánudag.

Í tilkynningunni er vísað til nýlegs úrskurðar Evrópudómstólsins í máli manns í Póllandi sem missti áralangt viðskiptasamband við verkkaupa eftir að hann birti myndband af sér og sambýlismanni sínum í nafni umburðarlyndis gagnvart samkynhneigðum.

Bann við mismunun nær einnig til sjálfstætt starfandi

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að reglur um bann við mismunun fólks á vinnumarkaði á grundvelli kyns, þjóðernis, kynhneigðar eða annarra þátta gildi ekki aðeins um launafólk heldur einnig um réttindi sjálfstætt starfandi einstaklinga. Þannig hafi verið brotið á manninum með riftingu samnings um þjónustu sem hann hafði veitt sama fyrirtæki um árabil.

Segir í tilkynningu BHM: „Samkvæmt dóminum ætti ákvörðun um gerð eða endurnýjun samnings við sjálfstætt starfandi einstakling að njóta verndar samkvæmt evrópureglum um bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar. Ákvæði landsréttar um frelsi til samningsgerðar gangi ekki framar slíkum reglum.

Að mati BHM þarf að skýra gildissvið og orðalag í innlendri löggjöf, þ.m.t. laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, svo tryggja megi sambærilega réttarvernd einyrkja hér á landi. Í því efni ber jafnframt að horfa til alþjóðlegra skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist á sviði félagslegra réttinda og 65. gr. íslensku stjórnarskrárinnar.“

Úrskurður Evrópudómstólsins féll 12. janúar á þessu ári.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí