Fyrrverandi dómsmálaráðherra kallar Mannréttindadómstólinn af fyrirlitningu „einhverja stofnun í Brussel“

Sigríður Á. Andersen, síðasti ráðherra sem sagði af sér vegna brota í starfi, áður en Bjarni Benediktsson gerði slíkt hið sama í upphafi þessarar viku, sat fyrir svörum í spjallþættinum Dagmálum á mbl.is nú á fimmtudagsmorgun. Þar sagði hún um aðdraganda uppsagnarinnar: „Það eru sumir sem eru í stjórnmálum sem fara í fósturstellinguna við minnstu ágjöf. Menn þola voða lítið. Og þegar það kemur svona … ég þekki það, þegar það kom þarna frá einhverri stofnun í Brussel sko, sem í situr eitthvað lið frá einhverjum löndum sem við höfum ekki einu sinni haft áhuga á að bera okkur saman við, eitthvað álit sem stangaðist á við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, stangaðist á við Hæstarétt Íslands, þá bara verður uppi þessi geðshræring.“

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, deilir þessu textabroti á Facebook og bendir á að með orðalaginu „einhver stofnun í Brussel“ vísi Sigríður til Mannréttindadómstóls Evrópu „sem stendur vörð um að aðildarríki mannréttindasáttmálans tryggi grundvallarmannréttindi íbúa.“ Hún segir merkilegt hvernig Sjálfstæðismenn leyfa sér að tala um Mannréttindadómstólinn, þegar þeim líki ekki niðurstaðan skuli rætt um „einhverja stofnun í Brussel“. Hún bendir á að dómstóllinn sé reyndar staðsettur í Strassborg „en það þjónar víst ekki tilgangnum fyrir þennan brottflúna fyrrverandi dómsmálaráðherra.“

„Hér talar fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins,“ segir Illugi Jökulsson í athugasemd. Helga Vala svarar: „Jebb – og reyndar dómsmálaráðherra VG og Framsóknar þannig séð.“

Saga Sigríðar og einhverrar stofnunar í Brussel

Sem dómsmálaráðherra fór Sigríður ekki eftir hæfnismati dómnendar við skipan dómara í nýstofnaðan Landsrétt árið 2017. Í stað fjögurra af þeim dómurum sem hæfnisnefndin mat hæfasta réði hún meðal annars dómara sem voru persónulega tengdir henni og flokksfélögum hennar. Tveir umsækjenda kærðu ríkið vegna þessa ferlis. Hæstiréttur úrskurðaði gegn Sigríði, að hún hefði brotið stjórnsýslulög með skipuninni. 2018 var gerð krafa um að einn dómaranna sem Sigríður skipaði gagnstætt mati hæfnisnefndar yrði metin vanhæf sem dómari í dómsmáli, vegna þeirra annmarka við ráðninguna. Það mál fór fyrir Mannréttindadómstólinn, sem úrskurðaði þann 12. mars 2019 að dómarinn hefði verið ólöglega skipaður. Að fenginni þeirri niðurstöðu ákvað Sigríður „að stíga tímabundið til hliðar“ sem dómsmálaráðherra.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí