Myrkvun á Gasa: netsamband rofið um leið og Ísrael hefur landhernað

Nú um leið og Ísrael hefur landhernað á Gasa hefur landið lokað á upplýsingarásir svæðisins við umheiminn: NetBlocks, stofnun sem fylgist með netöryggismálum á heimsvísu, lét á föstudag vita að nettengingar Gasa hefðu hrunið þann dag. Palestínska síma- og netþjónustan Paltel sagði að sprengjuárásir hefðu valdið „algjöru rofi“ á internet-tengingum, farsíma-tengingum og landlínu-tengingum. The Guardian greindi frá, meðal annarra miðla.

Skömmu eftir að sambandið rofnaði hófst óvenju hörð hryna sprengjuárása, að sögn þeirra sem til heyrðu. Ísraelski herinn lét vita að hann myndi leggja aukinn þunga í bæði loft- og landhernað á svæðinu.

Sambandsleysið við umheiminn bætist við myrkrið sem þegar grúfði yfir svæðinu eftir að samband þess við rafveitunet Ísraels var rofið og eldsneytisflutningar stöðvaðir.

Íbúar svæðisins eru þó ekki aðeins sambandslausir við umheiminn heldur um leið sín á milli: Rushdi Abualouf, fréttaritari BBC, hefur það eftir sjúkrabílstjórum að þeir aki nú án talsambands við stjórnstöð eða aðra, og stefni því aðeins sem hraðast þangað sem sprengingar hafa orðið.

Mannfall blaðamanna „fordæmalaust“

Samtökin Committee to Protect Journalists (CPJ) lýstu áhyggjum sínum af því að með sambandsleysinu missti heimurinn „glugga að veruleika“ átakanna. Samtökin vöruðu við því að tómarúm áreiðanlegra upplýsinga mætti greiðlega „fylla með banvænum áróðri“.

Gluggi umheimsins að þessum veruleika var þegar orðinn verulega laskaður, áður en samband við svæði ðrofnaði. Samkvæmt þeim gögnum sem samtökin halda til haga höfðu 29 blaðamenn þegar látist í átökunum: 24 palestínskir, fjórir ísraelskir og ein líbanskur, auk þess sem átta höfðu særst og níu var saknað eða í haldi. Því til viðbótar eru hundrað tilfelli um óstaðfest afdrif blaðamanna á svæðinu.

Lucy Westcott, stjórnandi neyðarsviðs CPJ, segir þennan fjölda látinna blaðamanna, auk annars konar árása á fjölmiðla, vera fordæmalausan: „Byggt á fyrstu frásögnum áætlum við að 48 vinnustöðvar fjölmiðla í Gasa hafi orðið fyrir árás,“ sagði hún.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí