Ísraelar fyrirskipa rýmingu Rafahborgar

Ísraelar hafa fyrirskipað Palestínumönnum að yfirgefa hluta Rafahborgar á Gaza og virðast þær fyrirskipanir vera hluti af undirbúningi fyrir löngu boðaða árás Ísraelshers á borgina af landi. Vel á aðra milljón flóttafólks er í borginni.

Fyrirskipanirnar hafa verið sendar með textaskilaboðum á arabísku, í símtölum og með dreifibréfum. Er Palestínumönnum þar skipað að rýma borgina og koma sér á það sem Ísraelsher kýs að kalla „útfært mannúðarsvæði“ um 20 kílómetrum utan við borgina. Sjónarvottar segja að einhverjar palestínskar fjölskyldur hafi haldið af stað í köldu vorregninu út úr borginni. 

Háttsettur Hamasliði, Sami Abu Zuhri, lýsti því við Reuters fréttastofuna að rýmingin væri hættuleg stigmögnun sem myndi hafa afleiðingar. Sagði hann að stjórnvöld í Bandaríkjunum, ásamt hernámsliði Ísraela, bæru ábyrgð á „þessum hryðjuverkum“. 

Í yfirlýsingu frá Ísraelsher sagði að þeir hefðu hafið að hvetja íbúa Rafahborgar til að rýma borgina með takmörkuðum hætti. Engar upplýsingar voru gefnar um hvers vegna. 

Umrædd svæði sem Ísraelar beina Palestínumönnum nú til eru þegar þétt setin og lítið eða ekkert pláss er til að bæta þar við fleiri íverutjöldum, að því er sjónarvottar hafa lýst. 

UNRWA, Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna, segir að árás á borgina myndi verða hrikalegt áfáll fyrir þær 1,4 milljónir manns sem þar hafa leitað skjóls. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí