Vill okkur öll í íslenska herinn

Bjarni Már Magnússon prófessor við Háskóla Íslands er ekkert að grínast þegar hann segir að við ættum að koma okkur upp okkar eigin her. Með þátttöku allra.

„Inn­leiðing her­skyldu myndi einnig hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lags­leg­an stöðug­leika. Þátt­taka allra í vörn­um lands­ins myndi auka sam­hug og ábyrgðar­til­finn­ingu meðal lands­manna. Slík nálg­un gæti aukið sam­stöðu þjóðar­inn­ar og stuðlað að sterk­ari og sam­heldn­ari sam­fé­lags­gerð. Að auki gæti hún skapað tæki­færi til auk­inn­ar færniþróunar og starfs­hæfni, þar sem ein­stak­ling­ar myndu öðlast fjöl­breytta reynslu og þekk­ingu sem nýtt­ist þeim í framtíðinni.“

Í nýrri Moggagrein skrifar Bjarki Már.

„Með hliðsjón af reynslu Svíþjóðar og annarra Norður­landaþjóða væri skyn­sam­legt fyr­ir Ísland að huga að upp­töku her­skyldu í tengsl­um við stofn­un eig­in hers. Með því að byggja á hug­mynd­inni um alls­herj­ar­varn­ir og aðlaga hana að ís­lensk­um aðstæðum gæti Ísland tryggt öfl­ugt og sjálf­bært þjóðarör­yggi. Slík stefnu­mót­un myndi ekki aðeins styrkja ör­yggi lands­ins held­ur einnig efla sam­fé­lagið í heild og gera það bet­ur í stakk búið til að tak­ast á við framtíðaráskor­an­ir í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um.“

Mikið efast ég um að við getum, ein og sér, tryggt þjóðaröryggi fari allt á versta veg í heiminum.

„Ef Ísland myndi stofna eig­in her er einn kost­ur­inn í stöðunni að inn­leiða her­skyldu sem næði til allra lands­manna, með mis­mun­andi útfærslum eft­ir hæfni og áhuga­sviði viðkom­andi.“

Þarna eru engar undantekningar. Öll sem eitt.

„Með vax­andi ör­ygg­is­ógn­um í Evr­ópu, breyttu alþjóðlegu ör­ygg­is­lands­lagi og auk­inni spennu í Norður-Atlants­hafi og á norður­skaut­inu er ljóst að Ísland get­ur ekki leng­ur reitt sig í jafn mikl­um mæli og áður á varn­ir annarra ríkja. Þrátt fyr­ir að Ísland hafi hingað til ekki haldið úti eig­in her er ljóst að sam­fé­lagið þarf að vera bet­ur und­ir­búið en nú er til að mæta marg­vís­leg­um áskor­un­um í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ræða þarf mála­flokk­inn for­dóma­laust og tak­ast á við ýmis tabú.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí