Nóbelsverðlaun tileinkuð baráttu íranskra kvenna

Nóbelsverðlaunin í ár hlýtur íranska baráttukonan Narges Mohammadi sem er í fangelsi og hefur ekki fengið að sjá börn sín í átta ár. Hún er leiðtogi kvenréttinda- og mannréttindabaráttunnar í Íran og hefur líka barist fyrir réttinum til að mótmæla og afnámi dauðarefsingar en hefur sjálf verið handtekin þrettán sinnum og setið í fangelsi í nær tuttugu ár, ásökuð um að dreifa áróðri sem vinnur gegn ríkisvaldinu.

Klerkunum í Íran hefur þó ekki tekist að þagga niður í henni, Mohammadi lét í sér heyra í fyrra þegar ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki með höfuðslæðu. Mohammadi mótmælti þessu en það varð til þess að í ágúst var einu ári bætt við fangelsisdóm hennar, fyrir að dreifa áróðri úr fangelsinu.

Mohammadi er 19. konan í 122 ára sögu Nóbelsverðlaunanna til að fá þessi verðlaun.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí