Repúblikanar vilja endurskoða stöðu Chicago sem griðaborgar fyrir flóttafólk, Demókratar segja að það væri ósómi

Tveir fulltrúar Repúblikana í borgarráði Chicago vilja bæta lið í beina atkvæðagreiðslu borgarbúa sem fram fer í mars, til að bera undir kjósendur hvort þeir vilji að borgin verði enn griðaborg fyrir innflytjendur og flóttafólk.

Griðaborgir (sanctuary cities) eru sveitarfélög, bæir og borgir, í Bandaríkjunum, sem takmarka eða neita að eiga samstarf við bandarísk stjórnvöld um að framfylgja brottvísunum og öðrum slíkum þvingunarúrræðum í krafti útlendingalaga.

Borgin á ekki samstarf við útlendingastofnun

Staða Chicago sem griðaborgar hvílir á tilskipun borgarráðs undir titlinum „Welcoming City ordinance“ eða „Tilskipun um borg sem býður fólk velkomið.“ Samkvæmt tilskipuninni spyrja embættismenn borgarinnar innflytjendur ekki um lagalega stöðu þeirra og neita engum um þjónustu á grundvelli hennar. Þá felur tilskipunin í sér að borgin á ekki samstarf við útlendingastofnun Bandaríkjanna (ICE). Þessar varnir voru styrktar árið 2021, og lokað fyrir ákveðnar glufur sem gerðu lögreglu kleift að starfa með ICE í ákveðnum aðstæðum.

Anthony Beale og Anthony Napolitano heita þeir borgarráðsfulltrúar Repúblikana sem vilja bera þessa stefnu undir borgarbúa. Í viðtali við Block Club Chicago sagði Napolitano að íbúar borgarinnar muni líða fyrir það ef skattar hækka til að greiða fyrir þjónustu við innflytjendur. „Stjórnvöld hafa góðan ásetning og líta svo á að þetta sé rétt að gera,“ sagði hann. En spyrja þurfi skattgreiðendur borgarinnar „er þetta það rétta?“ og veita þeim þátttöku í samtalinu.

Samstarf við útlendingastofnun væri ólöglegt og ósæmandi

Andre Vasquez, borgarráðsmaður Demókrata, sagði að afturköllun tilskipunarinnar myndi brjóta í bága við þau lög sem sett voru í Illinois-fylki árið 2017 er banna lögregluliði í Illinois að taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn innflytjendum. Hann segir að slík afturköllun væri „ósæmandi gagnvart gildum okkar borgar.“

Andre Vasquez, borgarráðsmaður Demókrata í Chicago.

Vasquez sagðist hafa skilning á því, „vegna þess að nú erum við að mæta þessum áskorunum, að margir geta orðið afturhaldssamir, og þannig lítur þetta út fyrir mér. Áhyggjurnar sem fólk hefur snúast minna um griðaborgina og meira um hvernig við mætum ástandinu, hvernig yfirvöld vinna vinnuna sína.“ Hann sagði mikilvægt að eiga opinská samtöl um hvernig fjármunum borgarinnar er varið til að annast nýkomna íbúa, og lykilþáttur lýðræðisins, eins og í tilfelli annarra deilda og sviða.

Meðal griðaborga í Bandaríkjunum eru Berkeley, Los Angeles, San Francisco og fleiri borgir í Kaliforníu, New York borg, Albany, Ithaca og fleiri borgir í New York fylki, Boulder og Denver í Colorado, Hartford í Connecticut, Chicago í Illinois, New Orleans í Louisiana, og fjöldi annarra. Repúblikanaflokkurinn og fulltrúar hans eru að jafnaði frekar andsnúnir slíkri afstöðu borgaryfirvalda en Demókratar forsprakkar stefnunnar.

Alls hafa um 15.000 manns á flótta frá Venesúela komið til Chicago undanliðið ár. Móttaka þeirra hefur reynt á ýmsa innviði borgarinnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí