Evrópuríki takmarka um of rétt fólks til að sýna Palestínu stuðning, segir Amnesty

„Hinar hrikalegu afleiðingar sprengjuárása Ísraels og ólöglegrar aflokunar Gasa knýja skiljanlega fjölda fólks til að mótmæla í þágu réttinda Palestínumanna. Samt sem áður hafa yfirvöld í fjölda Evrópuríkja, án lögmætis, takmarkað réttinn til mótmæla. Aðgerðir þeirra ná frá því að beina spjótum sínum að tilteknum slagorðum, palestínskum fánum og táknum, yfir í að beita mótmælendur lögregluofbeldi og handtökum. Í sumum tilfellum hafa mótmæli verið alfarið bönnuð.“

Þetta sagði Esther Major, yfirmaður rannsóknasviðs Amnesty International í Evrópu, samkvæmt tilkynningu sem samtökin létu frá sér á föstudag.

„Í Þýskalandi hafa stjórnvöld til dæmis bannað yfirgnæfandi meirihluta mótmælaaðgerða í þágu réttinda Palestínumanna og á þriðjudag úrskurðaði stjórnlagadómstóll í Frakklandi að ríkið gæti ekki bannað í heilu lagi öll mótmæli til stuðnings Palestínumönnum,“ var haft eftir Major.

„Í Bretlandi vakti það áhyggjur að ráðherrar létu frá sér erindi sem ætlað væri að hafa áhrif á stjórnendur innan lögreglunnar eða yrði beitt af skólum og stjórnendum háskóla sem forsendur til að setja tjáningarfrelsi og félagafrelsi óhófleg takmörk. Amnesty International hefur skorað á allt stjórnmálafólk að sýna ábyrgð í tungutaki sínu og forðast tal sem veldur sundrungu.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí