Bjarni Benediktsson berst fyrir kynjajafnrétti innan herja Evrópu

Á sama tíma og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti leiðtogafund Norðurlandaráðs í Osló og hlýddi þar á ávarp frá aðalritara NATO um mikilvægi áframhaldandi vígvæðingar og hernaðarsamstarfs Norðurlandanna, þá ávarpaði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fund hundrað hermálafulltrúa hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) til að leggja áherslu á kynjajafnrétti á sviði öryggis- og varnarmála. Þannig virðist sama í hvaða horn stjórnmálanna er litið um þessar mundir, að minnsta kosti á alþjóðavettvangi: þar birtast nær öll mál nú að minnsta kosti öðrum þræðinum sem hernaðarmál.

Í fréttatilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu segir að hátt í hundrað öryggis- og hermálafulltrúar hafi rætt mikilvægi aukins kynjajafnréttis á ráðstefnu ÖSE. Þá segir þar að karlar séu í miklum meirihluta innan öryggis- og varnarmála og hefðbundnar hugmyndir um karlmennsku gjarnan ríkjandi, enda hafi um 70 prósent þátttakendanna verið karlar.

Þá segir: „Frummælandi ráðstefnunnar, Yaroslav Kalinichenko, ofursti hjá úkraínska hernum, greindi frá vinnu þeirra við að jafna stöðu kynjanna, bæði á fremstu víglínu og í æðstu stjórnunarstöðum. Per-Roe Petlund, undirofursti og jafnréttis- og kynjasérfræðingur hjá norska hernum, setti fram dæmi um hvernig að gæta jafnréttis- og kynjasjónarmiða eykur líkurnar á að markmiðum öryggis- og varnarstefnu sé náð, þar með talið á vettvangi. Einnig sátu í pallborði Friðrik Jónsson, fulltrúi utanríkisráðuneytisins og Patrick O’Reilly, skrifstofustjóri skrifstofu framkvæmdastjóra ÖSE. Þá leiddi Cody Ragonese, fulltrúi Equimundo, vinnustofu þar sem þátttakendur ræddu jafnréttismál frá eigin sjónarhóli og settu sér markmið um að vinna að auknu jafnrétti í lífi og starfi.“

Ráðstefnan var haldin að frumkvæði íslenskra stjórnvalda og telst til þeirra rakarastofuráðstefna sem landið hefur haldið allt frá árinu 2015, þar sem jafnréttismál eru rædd í víðu samhengi, einkum að því leyti sem þarft þykir að karlmenn taki þau til sín.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí