Lilja Rafney spyr hvort Vg vilji auka fylgi sitt meðal stórútgerðarinnar

„Hámarkskvóti útgerða á markaði hækkaður og byggðakvóti afnuminn í nýju frumvarpi ráðherra í samráðsgátt!“ skrifar Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrum þingmaður Vg á Facebook og er ekki ánægð með þá sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra Vg hefur lagt inn í samráðsgáttina.

„Er þetta baráttumál VG loksins að líta dagsins ljós?“ spyr Lilja Rafney, og það má greina hæðni undir þessari spurningu. „Eða öfugmælavísa til að auka fylgi VG meðal stórútgerðarinnar? Eitt er víst að ekki er þetta til að draga úr gífurlegri samþjöppun í útgerð né til þess gert að auka fjölbreytileika í vistvænum veiðum eða styðja við smábátaútgerð og veikari sjávarbyggðir. Á hvaða miðum er VG að róa greinilega ekki á atkvæðaveiðum. Öðruvísi mér áður brá segi ekki meir í bili!“

Tillögur Svandísar ganga þvert gegn stefnu Vg í sjávarútvegsmálum. Dregið er úr félagslega kerfinu og möguleikar stórútgerðarinnar til að auka við kvóta sinn auknir. Ekkert er bætt við strandveiðarnar, ekki skilið milli veiða og vinnslu né annarri gagnrýni á kvótakerfið svarað. Í stefnu Vg segir að aflaheimildir í 5,3% kerfinu verði auknar í áföngum með það sem endamarkmið að 8-10% veiðiheimilda verði til ráðstöfunar í slíkum tilgangi, en slíkar tillögur eru ekki í frumvörpum Svandísar. Ekki heldur að innlend fiskvinnsla eigi þess alltaf kost að bjóða í óunnin afla áður en hann fer úr landi, eins og segir í stefnu Vg.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí