Stjórn Eflingar fordæmir þjóðernishreinsanir Ísraels

Hernaður 10. nóv 2023

Eftirfarandi fréttatilkynning birtist á vef Eflingar síðdegis á fimmtudag:

„Stjórn Eflingar samþykkti í dag 9.11.2023 eftirfarandi ályktun:

Stjórn Eflingar fordæmir þjóðernishreinsanir ísraelska ríkisins á Gaza

Ísland getur ekki setið hjá á meðan ísraelska ríkið stundar þjóðernishreinsanir í Palestínu. Þau skelfilegu morð sem að nú eru framin á almennum borgurum, börnum, konum og mönnum eru glæpur gegn mannkyni. Ísraelski herinn eirir engu: Spítalar, skólar og flóttamannabúðir eru sprengdar í loft upp. Læknar, blaðamenn og starfsfólk alþjóðlegra stofnana er myrt í hundraða tali. Við berum öll ábyrgð á því að stöðva slík grimmdarverk og brot á alþjóðalögum. Við berum öll ábyrgð á því að stöðva þá glæpi gegn mannkyni sem nú eru framdir á saklausu fólki á Gaza.

Stjórn Eflingar fordæmir þjóðernishreinsanir ísraelsku ríkisstjórnarinnar gegn palestínsku þjóðinni. Stjórn Eflingar krefst þess að íslensk stjórnvöld tali skýrt fyrir vopnahléi á Gaza. Stjórn Eflingar krefst fullra mannréttinda og jafnréttis frammi fyrir lögunum fyrir fólk af öllum uppruna í Palestínu og Ísrael, endaloka á ólöglegu hernámi á Vesturbakkanum og Gaza og viðurkenningar á rétti flóttafólks til að snúa aftur til heimkynna sinna.

Stjórn Eflingar hefur samþykkt að styrkja Félagið Ísland Palestína um 500.000 krónur. Stjórn Eflingar skorar á stjórnir annarra verkalýðsfélaga að gera slíkt hið sama.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí