Borgin sögð standa fyrir tífaldri verðskrárhækkun á afnotaleyfum

Jóhannes Pétur Héðinsson sem rekur verktakafyrirtæki í Vogum á Vatnsleysuströnd heldur fram að gjald fyrir afnotaleyfi fyrir framkvæmdir fyrir Reykjavíkurborg hafi um áramótin hækkað úr 27.000 krónum í 260.000. Slagar nærri að hækkunin sé tíföld á tímum ákalls um að verðbólgu verði haldið niðri með öllum ráðum.

Verktakinn segir í færslu á facebook að þegar hann grafi með gröfu eða framkvæmi fyrir Reykjavíkurborg þurfi að sækja um svokallað afnotaleyfi. Á þessum leyfum þurfi að koma fram hvað á að gera, hve lengi og hvernig vinnusvæðið skuli merkt.

„Maður þarf að fylla út umsókn og skila inn fylgigögnum í sérhönnuðu vefviðmóti og það tekur yfirleitt nokkra daga að fá hana samþykkta en ef það eru einhverjir örlitlir formgallar þarf oft að sækja um aftur. Fyrir þetta bjúrókrat hefur Reykjavík verið að rukka í kringum 27 þúsund krónur,“ segir Jóhannes Pétur.

Hann segir þetta flókið kerfi og svifaseint. Þegar um ræðir smærri framkvæmdir séu argir á þeirri skoðun að betra að sleppa þessu, enda framkvæmd yfirleitt lokið áður en einhverjum dettur í hug að krefjast afnotaleyfis að sögn verktakans.

Í gær, á síðasta degi Dags B. Eggertssonar sem borgarstjóra, segir Jóhannes Pétur svo að honum hafi borist reikningur fyrir fyrsta afnotaleyfi ársins fyrir smáverkefni sem hann tók að sér fyrir Reykjavíkurborg.  Reikningurinn hafi verið upp á 260.000 krónur.

„Ég hélt fyrst að um innsláttarvillu væri að ræða en við athugun kom í ljós að þetta er í samræmi við breytta gjaldskrá.“

Verkakinn segir að gjaldhækkunin sé ekkert annað en galin.

Samstöðin hefur sent borginni fyrirspurn vegna málsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí