Orðræðugreining gæti bent til forsetaframboðs Katrínar

Tungutak Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra var með öðrum hætti en verið hefur þegar hún ávarpaði þjóðina á sunnudag á fundi Almannavarna eftir eldgosið í Grindavík. Óvanalegt er að heyra forsætisráðherra ræða mikilvægi bæna og kærleika eins og voru leiðarstef í ræðu hennar. Málflutningur Katrínar sem þingmanns og ráðherra hefur jafnan verið fremur knappur og efnislegur.

Páll Baldvin Baldvinsson, leikstjóri og rithöfundur, kallaði við Rauða borðið í gærkvöldi þessa ræða fyrstu forsetaræðu Katrínar.

Í sunnudagsræðunni höfðaði Katrín til mennsku þjóðar sinnar og fór yfir mikilvægi æðruleysis. Hún notaði orðið „kraftaverk“ þegar hún lýsti störfum björgunaraðila við Grindavík. Orð eins og „brimskafl“ og „kærleikur“ hafa ekki verið einkennandi fyrir tjáningu hennar til þessa en þau komu fyrir á sunnudag. Spurningin er hvort um freudíska framboðsræðu fyrir Bessastaði hafi verið að ræða.

„Það er svartur dagur í dag fyrir Ísland en sólin mun koma upp aftur. Saman munum við takast á við þetta áfall. Hugur okkar og bænir eru hjá ykkur,“ sagði Katrín.

Katrín hefur ekki enn aftekið fyrir að bjóða sig fram til forseta Íslands.

Hér geta lesendur hlustað á ræðu Katrínar:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí