Skortur á aumýkt og erindisleysa eru orð sem þingmenn samstarfsflokka VG í ríkisstjórninni nota um útspil matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur.
Samstöðin hefur rætt við þingmenn sem segja að yfirlýsing Svandísar í morgun að hún telji ekki þörf á frekari viðbrögðum en ætli þó að láta óháðan aðila skoða eigin embættisfærslu vegna hvalveiðabannsins, veki undrun. Eftir álit umboðsmanns Alþingis hefði ráðherrann þurft að gera betur.
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, segir í samtali við Vísi að viðbrögð Svandísar séu vonbrigði.
„Ég hefði haldið að ráðherra myndi svara þessu og bregðast við af meiri auðmýkt.“
Þingflokkur sjálfstæðismanna mun funda um stöðuna síðar í dag sem og fleiri þingflokkar. Óvissa ríkir um hvernig þingmenn samstarfsflokka VG munu greiða atkvæði þegar vantraust verður borið. Ef Svandís fellur sem ráðherra fellur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Umræða um tillöguna fer að líkindum fram á morgun eða miðvikudag.