Viðbragð Svandísar sagt auka líkur á falli stjórnarinnar

Skortur á aumýkt og erindisleysa eru orð sem þingmenn samstarfsflokka VG í ríkisstjórninni nota um útspil matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur.

Samstöðin hefur rætt við þingmenn sem segja að yfirlýsing Svandísar í morgun að hún telji ekki þörf á frekari viðbrögðum en ætli þó að láta óháðan aðila skoða eigin embættisfærslu vegna hvalveiðabannsins, veki undrun. Eftir álit umboðsmanns Alþingis hefði ráðherrann þurft að gera betur.

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, segir í samtali við Vísi að viðbrögð Svandísar séu vonbrigði.

„Ég hefði haldið að ráðherra myndi svara þessu og bregðast við af meiri auðmýkt.“

Þingflokkur sjálfstæðismanna mun funda um stöðuna síðar í dag sem og fleiri þingflokkar. Óvissa ríkir um hvernig þingmenn samstarfsflokka VG munu greiða atkvæði þegar vantraust verður borið. Ef Svandís fellur sem ráðherra fellur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

Umræða um tillöguna fer að líkindum fram á morgun eða miðvikudag.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí