Hvar værum við stödd án björgunarsveitanna?

Í gærkvöld var Björgunarsveitin Lífsbjörg, Snæfellsbæ kölluð út í neyðartilvik vegna ferðamanns sem hafði ekki gætt að hættum hafsins og dagar uppi á flæðiskeri undan bænum Ytri Tungu, vinsælum stað til selaskoðunar, á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Þrír félagar úr Lífsbjörg fóru eins hratt og mátti verða í flotgalla og bundu sig saman með öryggislínu í land. Þeir óðu svo út og syntu að manninum. Þar tryggði björgunarsveitin öryggi hans með línu og svo var hersingin dregin í land af björgunarsveitarfólki, lögreglu og sjúkraliði í landi.

Fram kemur á vef Landsbjargar að þegar manninum hafði verið komið í land hafði flætt yfir hæsta hluta skersins sem hann hafði staðið á.

Ekki mátti tæpara standa.

Maðurinn var kaldur og blautur og fór á heilbrigðisstofnun í sjúkrabíl og reiðir vel af.

Í athugasemd með frétt Landsbjargar á facebook segir einn Íslendingur:

„Hvar værum við stödd án björgunarsveitanna?“

Og það er góð spurning.

Mynd: Landsbjörg

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí