Kuldaboli ógnar áfram Suðurnesjafólki vegna tafar á heitu vatni

Almannavarnir voru að senda frá sér tilkynningu þar sem segir að samkvæmt nýjustu upplýsingum frá HS Orku verði seinkun á því að hægt verði að hleypa heitu vatni á nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sem hraun flæddi yfir í gær.

Þetta eru vonbrigði fyrir íbúa ískaldra heimila á Suðurnesjum sem búa ekki lengur við neitt heitt vatn. Síðast í morgun var vonast til að hægt yrði að koma heitu vatni á síðdegis. Orkumálastjóri upplýsti í beinni útsendingu á Samstöðinni í gær að góðar líkur væru á að heita vatnið færi aftur að flæða í dag.

HS Orka hefur gefið út tilkynningu um að starfsmenn hafi unnið þrekvirki við vandasamar viðgerðir í 14 stiga frosti.

Það gæti tekið allt að tvo sólarhringa að ná fullum þrýstingi á lögnina, jafnvel þótt hjáveituaðgerðin heppnist í kvöld. Því þarf fólk að fara sparlega með vatn áfram, segir í tilkynningu frá Almannavörnum.

Í samtali Samstöðvarinnar í gærkvöld við Hilmar Braga Bárðarson, blaðamann Víkurfrétta, kom fram að hluti eldri borgara í köldum húsum á Suðurnesjum hefði áhyggjur af ástandinu.

Samstöðin þekkir dæmi um að sjúkir og aldraðir hafi verið fluttir frá Suðurnesjum inn á upphituð heimili.

Starfsemi Keflavíkurflugvallar hefur ekki raskast til þessa, en fremur kalt er í flugstöðinni að sögn farþega.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí