Ellilífeyrisþegi raunamæddur vegna þjónustuleysis Landsbankans

Ellilífeyrisþeginn Magni R. Magnússon segir í grein í Mogganum í dag frá sérkennilegum viðskiptaháttum Landsbankans.

Í lok nóv­em­ber þurfti hann á sjúkra­bíl að halda og fékk reikning frá Sjúkra­sjóði Rauða kross­ins. Magnús býr á Laug­ar­nes­vegi og er bíl­laus. Lands­banki Íslands er í göngu­færi og rölti hann því inn í útibúið í Borg­ar­túni, fór í hraðbanka og tók út kr. 10.000 til að greiða reikn­ing­inn hjá gjald­kera.

Þegar röðin var komin að Magna spurði gjaldkeri hvort hann ætti reikning hjá Lands­bank­an­um. Þegar svo var ekki, sagði gjaldkeri að hann gæti þá ekki greitt reikninginn í útibúinu.

„„Ég spyr þenn­an kurt­eisa gjald­kera hvort ís­lensk­ir pen­ing­ar séu ekki gild­ir hjá þeim og hvort ég geti þá greitt með kred­it­korti. „Já,“ svar­ar gjald­ker­inn. Ég tek upp kred­it­kortið, hið sama og ég var að taka pen­ing­ana út á, og rétti gjald­ker­an­um. „Æ, æ,“ seg­ir gjald­ker­inn. „Þetta kort er ekki gefið út af Lands­bank­an­um og þess vegna get ég ekki tekið það.““

Magni vann sjálfur í tíu ár í Lands­bank­an­um og átti reikn­ing sem var lokað við hrunið.

„En hvað ef ég opna reikn­ing hjá ykk­ur, legg inn það sem ég tók út úr hraðbank­an­um ykk­ar?“ Spyr Magnús nú gjaldkerann.

Gjaldkerinn svarar að það eigi að vera í lagi. Magni fékk lang­an lista að fylla út þar sem bank­inn ósk­ar eft­ir upp­lýs­ing­um áður en hægt er að opna reikn­ing í hans nafni. En svo kemur loka­spurn­ing:

„Hvaðan koma pen­ing­arn­ir sem þú ert að leggja inn?“

Magni svaraði að peningarnir væru úr þeirra eigin hraðbanka, hann hafi tekið þá út fyrir tæpum hálftíma og gat Magnús þá loks greitt Rauða kross­in­um reikn­ing­inn.

Hann spyr í lok greinar sinnar hvort slagorðið „banki allra lands­manna“ eigi við og er sennilega ekki einn um það.

Hagnaður Landsbankans fyrstu níu mánuði síðasta árs nam átta milljörðum króna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí