Spennandi fréttaumræða um viku stórviðburða

Samstöðin 9. feb 2024

Samstöðin stendur fyrir líflegri dagskrá alla helgina.

Þar má nefna Vikuskammtinn sem hefst klukkan 16 í dag í umsjá Gunnars Smára.  Við Rauða borðið munu Dóra Ísleifsdóttir grafískur hönnuður, Hallveig Rúnarsdóttir söngkona, Eyrún Magnúsdóttir blaðakona og Björn Brynjúlfur Björnsson leikstjóri, ræða skammtinn að baki í fréttum vikunnar.

Er af nógu taka, enda rekur hver stórviðburðurinn nú annan í hamfarasögu þjóðarinnar.

Hetjulega björgun, sorgir, sigra, harðnandi deilur, ógnargróða og kulda mun bera á góma.

Hægt er að fylgjast með þættinum sem og öðru efni sem verður framleitt um helgina í gegnum facebook-síðu Samstöðvarinnar, í spilara, á rás 5 í sjónvarpi Símans, í útvarpi á 89,1 eða á youtube svo nokkrar færar leiðir séu nefndar.

Samstöðin er vaxandi fjölmiðill sem hefur vakið mikla athygli vegna dagskrárgerðar stöðvarinnar og frétta undanfarið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí