Tilnefning til biskups mistókst og verður endurtekin

Tilnefning presta og djákna til biskupskjörs mistókst svo það verður að endurtaka hana. „Komið hefur í ljós að vegna tæknilegra mistaka hjá þjónustuaðila vegna biskupskosninga, verður ekki unnt að telja tilnefningar til biskupskjörs með öruggum hætti,“ segir í tilkynningu kjörstjórnar.

Kjörstjórn telur rétt að endurtaka tilnefningar eins fljótt og unnt er og verður stefnt að því að þær hefjist að nýju fyrir vikulok, enda hefur þjónustuaðili þegar sett í gang vinnu við að laga það sem úrskeiðis fór við talningu í dag, samkvæmt tilkynningunni.

Allir prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar geta tilnefnd vígða presta til biskupskjörs. Þau þrjú sem oftast verða tilnefnd verða í kjöri til biskups. Um þrjú þúsund manns úr öllum sóknum, lærðir og leikir, eru á kjörskrá.

Prestar og djáknar geta tilnefnd hvern sem er en nokkur hafa gefið sig fram og sagst munu taka tilnefningu. Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur á Sálgæslu- og sálfræðistofunni Hafi, Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur, Guðmundur Karl Brynjarsson prestur í Lindakirkju í Kópavogi, Guðrún Karls Helgudóttir prestur í Grafarvogi, Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur í Reykjavíkurprófastdæmi vestra og prestur Háteigskirkju, Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti og Ninna Sif Svavarsdóttir formaður Prestafélagsins og prestur í Hveragerði hafa öll rétt upp hönd. Þá hefur Svavar Alfreð Jónsson sjúkrahússprestur á Akureyri verið nefndur og ekki aftekið að hann sé í framboði.

Það mun koma í ljós í næstu viku hvort kirkjunni takist að finna út hver þrjú af ofantöldu verði í biskupskjöri eða kannski einhver utan þessa hóps.

Myndin er frá biskupsvígslu Agnesar M. Sigurðardóttur fyrir tólf árum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí