Undrast að stjórnvöld styrki ekki samkeppnisyfirvöld betur

Samstöðin 29. feb 2024

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að svört skýrsla Neytendasamstakanna, Félags atvinnurekenda og VR sýni að íslenskur almenningur sem samkvæmt skýrslunni hefur tapað 62 milljörðum á ólöglegru samráði Eimskips og Samskips, sé til marks um mikilvægi þess að herða samkeppniseftirlitið hér á landi.

Þetta kom fram í viðtali við Breka við Rauða borðið á Samstöðinni í gærkvöld. Hann segir samráð Eimskips og Samskipa gott dæmi um að samkeppnisyfirvöld og neytendur þurfi að standa vaktina. Aukinn mannafla og fé þurfi til að vernda íslenska neytendur.

Sektir skipafélaganna, sem Eimskip greiddi mögunarlaust en Samskip hafa skotið sínu máli til áfrýjunar, eru aðeins lítið brot af ávinningnum sem skipafélögin höfðu upp úr krafsinu með ætluðum lögbrotum. Segir Breki að allt kapp verði lagt á að ná tjóninu að fullu til baka í vasa íslenskra neytenda.

Þótt Samkeppniseftirlitið hafi sótt um aukafjárstuðning til ríkisins til að bæta í aðhald var þeirri ósk hafnað af meirihluta þingmanna í ríkisstjórninni. Eigi að síður eru mörg stór mál í gangi þar sem grunur leikur á samráði í þeirri fákeppni sem einkennir suma geira atvinnulífsins.

Breki nefnir sem dæmi um heiilbrigt samkeppnisumhverfi að virk samkeppni virðist vera á símamarkaði hérlendis þar sem slegist sé um kúnnana. Hann hafnar því aðspurður að viðskiptalífið sé meira og minna morkið að innan.

Kannanir sem sýna lítinn sem engan mun á verði eldsneytis milli olíufélaga, í matvöru- eða í tryggingageiranum hafa vakið grunsemdir. Er því oft haldið á lofti að viðskiptalífið hér skorti aukið aðhald og beri keim af spillingu á sumum sviðum.

Allt viðtalið við Breka á Samstöðinni er hægt að nálgast hér – sjá frá og með þriðju mínútu Rauða borðsins.

Rauða borðið 28. feb – Okur, svik, heilbrigðiskerfið, pönk og hugaríþróttir – YouTube

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí