No Borders segja grimma stefnu í útlendingamálum kalla á örþrifaráð – Móður á flótta með 18 mánaða gamalt barn vísað á götuna

Flóttafólk 8. mar 2024

No Borders samtökin hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að þau styðji mómæli þau sem fóru fram á pöllum Alþingis heilshugar. „Grimm stefna ríkisstjórnar í útlendingamálum skapar slíka neyð og örvæntingu að grípa verður til örþrifaráða,“ segir í færslu samtakanna á Facebook.

Mótmælin sem No Borders vísa til áttu sér stað á þingpöllum síðastliðinn mánudag. Þar klifraði mótmælandi niður þingpalla, út yfir handrið það sem afmarkar pallana,hékk utan á þeim og kallaði til dómsmálaráðherra. Í þingsal stóð yfir fyrsta umræða um nýtt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, en það segja No Borders að feli í sér gríðarlega skerðingu á réttindum fólks á flótta. Einkennist frumvarpið af „afmennskun og aukinni jaðarsetningu“ fólks á flótta.

Í færslu samtakanna segir að með frumvarpinu verði möguleikar flóttafólks sem þegar hafi hlotið vernd í öðru Evrópulandi til að fá mál sín skoðuð af íslenskum yfirvöldum engir orðnir. Skilyrði um fjölskyldusameiningar verði hert og undanþáguregla afnumin, og kærunefnd útlendingamála verði skorin niður úr sjö nefndarmönnum í þrjá. 

Mótmælandinn sem um ræðir er flóttamaður og tilheyrir hópi fólks sem vísað var á götuna í ágúst síðastliðnum. Hann er nú búsettur í neyðarskýli Rauða krossins. „Þar dvelur á þriðja tug manns, gjörsamlega réttindalaust og án aðgengis að heilbrigðisþjónustu. Öryggismyndavélar eru á öllum stöðum og fylgjast með hverju fótmáli. Sturtuaðstaðan er í gámum fyrir utan húsið. Þeim ber skylda að yfirgefa húsnæðið frá kl. 10 til kl 17 þó þau hafi í engin hús að venda. Börnum er meinað um að dvelja í neyðarskýlinu og hefur móður á flótta verið vísað á götuna ásamt 18 mánaða gömlu barni sínu,“ segja No Borders. 

Þá áformi ríkisstjórnin einnig að koma á laggirnar „fangabúðum fyrir fólk á flótta þar sem meðal annars börn verða færð í varðhald. Þessi fólskulegu áform ríkisvaldsins eru knúin áfram af kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju. Þeirri hugmynd þrælahaldsins að hvít yfirstétt geti hneppt brúnt eða svart fólk í fjötra að eigin geðþótta.

Yfir þessum hópi, auk alls flóttafólks á Íslandi, vofir nú mikil hætta um enn frekari skerðingu á réttindum þeirra, verði frumvarpið samþykkt,“ segir í færslu No Borders.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí