Opið í Bláa lóninu í dag – rýmingaráætlun sögð þaulæfð

Bláa lónið er opið í dag og verður svo að óbreyttu til klukkan 22 í kvöld.

Baðstaðurinn er með leyfi frá lögregluyfirvöldum til að hafa starfsemina opna.

Viðbragðsáætlun er í gangi ef eldgos brýst upp í nálægð hinnar fjölsóttu ferðamannaperlu. Jarðvísindamenn hafa sagt að fyrirvari næsta eldgoss gæti orðið mjög skammur – jafnvel aðeins tíu mínútur.

Starfsmaður Bláa lónsins sagði þegar áhugasamur viðskiptavinur kannaði stöðuna í morgun í gegnum síma, að ekki væri fullbókað. Væri hægt að panta tíma í dag og enginn sérstakur ótti í starfsmönnum. Rýmingaráætlun staðarins væri þaulæfð.

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist sjálfur ekki myndi fara í Bláa lónið í dag.

Hann segist ekki heldur myndu gista í Grindavík þessa dagana.

Kvikumagn er að nálgast þolmörk á Reykjanesskaga þar sem líklegast er að eldgos brjótist upp á næstu dögum. Gæti yfirborð jarðar opnast nánast einn, tveir og þrír.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí