Ríkisstjórnin stjórnlaus og ófær um lærdóm

Ríkisstjórnin er stjórnlaus og staðráðin í að læra ekkert af síðustu bankasölu.

Þetta segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.

Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag gerði Kristrún að umræðuefni kaup Landsbankans á TM. Um ræðir risastórt inngrip á fjármálamarkaði að sögn Kristrúnar. Fyrirhuguð kaup hafi leitt til þess að fjármálaráðherra rauk til og skrifaði færslu á facebook eins og hún væri voða hissa. Með því vísaði Kristrún til að Þórdís Reykjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði á samfélagsmiðlum á facebook í gærkvöld að ef kaupin færu í gegn þýddi það að selja yrði Landsbankann.

Kristrún spurði hvort ráðherrar ræddu ekki saman um milljarða tuga kaup til ríkisins á einkafyrirtækjum. 29 milljarða króna kaup væru ekki daglegur rekstur. „Og átti ekki að vera búið að loka Bankasýslu ríkisins?“ spurði Kristrún.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varð til svara en vék sér undan spurningum um hvort til stæði að stöðva kaup Landsbankans á TM. Hún sagði skýrt af hennar hálfu að hún taki ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum. Bankasýsluna þyrfti að upplýsa ef um meiriháttar ákvarðanir væri að ræða.

Varðandi Landsbankann sagði Katrín: „Mín hreyfing hefur haft skýra sýn að ekki skuli selja hluti i Landsbankanum.“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði að verið væri að skera eigendur TM niður úr snöru með viðskiptunum. TM hefur verið í eigu Kviku banka.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí