Samherji hafi keypt öll lög á nýrri plötu sem fjalli um góðverk fyrirtækisins!

„Vúhú.“

Þannig mælir doktor Gunni eða Gunnar Lárus Hjálmarsson eins og hann heitir fullu nafni – glaður mjög. Ný plata með hljómsveitinni Doktor Gunni er í burðarliðnum að lokinni velheppnaðri styrktarsöfnun fyrir útgáfunni á Carolina Fund að hans sögn. Flestir landsmenn muna perlur líkt og Prumpulagið góða er kemur að fyrri verkum popparans.

„Við viljum þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn kærlega fyrir auðsýnda velvild og munum mæta með helnetta plötu í haust,“ segir doktor Gunni.

Í umræðum um stuðninginn á facebook svarar popparinn að Þorsteinn Már, forstjóri Samherja hafi reynst sérstakur velgjörðarmaður í verkefninu:

„Öll lögin munu fjalla um Samherja og góðverk þeirra í þágu alþýðunnar.“

Vart þarf að taka fram að Doktorinn er að grínast.

Mynd: Rúv

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí