Skaut Guðni forseti á Rúv í ræðu sinni í gær?

Samfélagið 13. mar 2024

Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, rifjaði í gærkvöld við afhendingu íslensku tónlistarverðlaunanna upp að Ríkisútvarpið hefði áður sýnt sjálfstæða dómgreind í pólitísku tilliti er kæmi að tónlistarlegum ákvörðununum.

Hafa sumir túlkað ummæli forsetans sem skot á Ríkisútvarpið fyrir þátttöku Íslendinga í Evróvisjón

Guðni rifjaði upp þegar bresk herskip sigldu inn í landhelgi Íslendinga 1. september árið 1958 við upphaf þorskastríða. Degi síðar hafði staðið til að Ríkisútvarpið myndi flytja konsert samkvæmt dagskrá um Drottningaróð Bretans Arnolds. En því var umsvifalaust breytt í ljósi tíðindanna. Ákvað Rúv þess í stað að spila Hetjusinfóníu Beethovens.

„Nú kannski væri hægt að finna dæmi nær okkur í tíma um það hvernig pólitík og tónlist blandast saman en þetta væri ekki rétti staðurinn eða rétta stundin til þess,“ sagði Guðni forseti.

Sjá ræðu forsetans sem hefst eftir rúmlega 20 mínútur.

Íslensku tónlistarverðlaunin – | RÚV Sjónvarp (ruv.is)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí