Verkefni íslensku SOS barnaþorpanna breytti lífi einstæðrar móður í Rúanda

Hjálparstarf 24. mar 2024

Josia­ne er 35 ára ein­stæð tveggja barna móð­ir sem býr í þorpi í Rú­anda og hef­ur líf henn­ar ver­ið allt ann­að en dans á rós­um. Hún var mjög ung þeg­ar mamma henn­ar lést og pabbi henn­ar gift­ist síð­ar ann­arri konu sem svo lést þeg­ar Josia­ne var tíu ára. Josia­ne og bróð­ir henn­ar fluttu þá til frænku sinn­ar en hún kom illa fram við Josia­ne sem hrakt­ist að lok­um í burtu.

Josia­ne flutti þá til höf­uð­borg­ar­inn­ar Kigali og fór að vinna sem hús­hjálp hjá hjúkr­un­ar­fræð­ingi og bróð­ur henn­ar. Þeg­ar Josia­ne var 15 ára varð hún ólétt eft­ir bróð­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings­ins og var hún þá rek­in á dyr. Josia­ne hrakt­ist þá aft­ur heim til frænku sinn­ar en dvöl­in þar var stutt. Eft­ir að í ljós kom að Josia­ne var barns­haf­andi var henni hafn­að enn á ný. Hún reyndi þá að kom­ast í vinnu sem hús­hjálp en all­stað­ar hrakt­ist hún í burtu.

Neydd­ist út í vændi og smit­að­ist af HIV

Bróð­ir henn­ar lagði þá til að þau myndu flytja sam­an í yf­ir­gef­ið hús for­eldra sinna í þorp­inu Ru­hango. Ætt­ingj­ar höfðu hreins­að allt inn­bú úr hús­inu og það eina sem eft­ir stóð voru tveir stól­ar. Josia­ne eign­að­ist svo barn­ið sama dag­inn og þau systkin­in fluttu í hús­ið.

En Josia­ne þén­aði eng­an pen­ing og neydd­ist út í vændi sem hún stund­aði í þorp­inu. Oft átti hún það til að sklija korn­ungt barn­ið eft­ir­lits­laust eft­ir heima á með­an hún hitti karl­menn. Hún upp­lifði líf sitt einskis virði. Aft­ur varð Josia­ne ólétt og eign­að­ist hún ann­að barn. Ná­grönn­um fannst stafa ógn af Josia­ne og var hún klög­uð til lög­reglu fyr­ir vænd­ið. Þá loks­ins leit­aði hún til fé­lags­mála­yf­ir­valda og sagði full­trúa frá þeirri von­lausu stöðu sem hún var í.

En hlut­irn­ir áttu eft­ir að versna enn áður en þeir urðu betri. Þeg­ar Josia­ne eign­að­ist sitt ann­að barn var hún greind með HIV. Hún fékk við­eig­andi lyf en sleppti því oft að taka þau því von­leys­ið var al­gert. Ekki bætti úr skák að hús­ið henn­ar hrundi í úr­hell­is­rign­ingu.

Ís­lenskt verk­efni SOS kom til bjarg­ar

Hún fékk þá að­stoð hjá yf­ir­völd­um við að end­ur­byggja hús­ið, fékk naut­grip til rækt­un­ar og ná­grann­arn­ir lögðu fram hjálp­ar­hönd. Þeir sann­færðu frænku Josia­ne um að gefa henni lít­inn hluta af land­ar­eign sinni svo hún gæti rækt­að græn­meti. Það var svo um þetta leyti sem Josia­ne fékk bestu gleði­tíð­indi sem hún gat hugs­að sér. Hún hafði feng­ið inn­göngu í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS Barna­þorp­anna og réði sér ekki fyr­ir kæti.

„Þeg­ar starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna kom heim til mín að til­kynna mér þetta gat ég varla trú­að því. Ég fyllt­ist gleði og þakk­læti. Ég fann að fólk­ið í sam­fé­lag­inu vildi mér betra líf. Núna finn ég ör­ygg­is­til­finn­ingu,“ seg­ir Josia­ne um fjöl­skyldu­efl­ing­una sem er fjár­mögn­uð af SOS á Ís­landi.

Svona virk­ar þetta

Þeg­ar Josia­ne varð form­lega skjól­stæð­ing­ur ís­lensku fjöl­skyldu­efl­ing­ar­inn­ar gekk hún inn í verk­efni sem ger­ir barna­fjöl­skyld­um í sára­fá­tækt kleift að standa á eig­in fót­um. Fjöl­skyldu­efl­ing SOS er for­varn­ar­verk­efni sem hef­ur það markmið að forða börn­um frá að­skiln­aði við illa stadda for­eldra sína.

Fjöl­skyldu­efl­ing SOS hef­ur ver­ið í Rú­anda í 15 ár og bygg­ir þetta verk­efni á þeirri reynslu og þekk­ingu sem þarna hef­ur skap­ast. Það sem skil­ar ár­angri í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS er m.a. að

  • inn­leiða hug­ar­fars­breyt­ingu
  • efla þekk­ingu í fjár­mál­um
  • veita að­gengi að vaxta­laus­um lán­um
  • auka að­gengi að nær­ing­ar­rík­um mat
  • gera land­bún­að sjál­bær­an
  • hjálpa for­eldr­un­um að koma á lagg­irn­ar tekju­afl­andi rekstri
  • og síð­ast en ekki síst verk­nám sem hef­ur reynst sér­stak­lega ár­ang­urs­ríkt í þess­um verk­efn­um.

Verk­efn­ið okk­ar í Rú­anda er í Nyamiyaga hlut­an­um í Gicumbi hér­aði og eru skjól­stæð­ing­ar þess um 1.400 börn og ung­menni og for­eldr­ar þeirra í 300 fjöl­skyld­um sem búa við sára­fá­tækt. Af 21 þús­und íbú­um þessa svæð­is búa yfir 6.200 þeirra við ör­birgð. Þjóð­armorð­in árið 1994 lögðu áður veik­byggða inn­viði lands­ins í rúst og glím­ir þjóð­in enn við af­leið­ing­ar þeirra.

Fjölskylduefling SOS í Rúanda er fjármögnuð með stuðningi Heimstaden og SOS-fjölskylduvinum.

Viljir þú styrkja þetta verkefni gerist SOS-fjöl­skyldu­vin­ur hér.

Frétt af vef SOS-Barnaþorpanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí