Ekkert styður ásakanir Ísraela um tengsl UNRWA við hryðjuverkasamtök

Ekkert bendir til þess að UNRWA, Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna, hafi nokkur tengsl við Hamas eða Íslamska Jíhad. Þetta er niðurstaða nýrrar, ítarlegrar óháðrar rannsóknar. Niðurstaðan er þvert á fullyrðingar Ísraela, en ísraelsk stjórnvöld hafa engar sannanir lagt fram fyrir þeim ásökunum sínum. 

Óstaðfestar ásakanir Ísraela um að UNRWA væri beintengd við hryðjuverkasamtök olli því að stórir styrktaraðilar hættu stuðningi við stofnunina, svo nam 450 milljónum Bandaríkjadala. UNRWA er langstærsta og mikilvægasta hjálparstofnunin sem starfar á Gaza, þar sem Palestínumenn hafa verið drepnir í hrönnum og eru að deyja vegna skorts á matvælum, vatni, lyfjum og heilbrigðisþjónustu og öðrum nauðsynjum. Hungursneið ríkir á ákveðnum svæðum og öll Gazaströnd er á barmi hennar. Sjúkdómar geysa og sprengjum Ísraelshers rignir dag og nótt. 

Þrátt fyrir ítarlega rannsókn fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, Catherine Colonna, sem notið hefur stuðning þriggja virtra rannsóknarstofnana í vinnu sinni, hefur ekkert komið fram sem styður þær fullyrðingar Ísraela að fjöldi starfsmanna UNRWA hafa tengsl við Hamas eða við Íslamska Jíhad.

Unnið er að því að rannsaka sérstaklega fullyrðingar Ísraela um að starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í hryðjuverkaárásum Hamas 7. október, en þeirri rannsókn mun ekki vera lokið að sögn embættismanna Sameinuðu þjóðanna. Síðast þegar gefin var út stöðuskýrsla um málið höfðu Ísraelar ekki sinnt um samstarf við rannsóknina. 

Í rannsókn Colonna, þar sem sem lagt er mat á hlutleysi UNRWA á stætti skala, var farið í tvígang skriflega fram á það við ísrealsk stjórnvöld að þau leggðu fram lista yfir nöfn þeirra starfsmanna sem þau halda fram að tengist Hamas eða Íslamska Jíhad. Jafnframt var farið fram á að Ísraelar settu fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. Það hafa þeir ekki gert.

Hættu stuðningi án nokkurra sannana

Stærstu styrktaraðilar UNRWA reyndust fúsir til að stöðva stuðning sinn án nokkurra sannana fyrir fullyrðingum Ísraela. Flest stærstu ríkin meðal stuðningsaðilanna hafa þó aftur hafið greiðslur, þó ekki öll. Þannig hefur Bretland haldið að sér höndum og Þýskaland styður aðeins verkefni UNRWA utan Gaza. Bæði ríki hafa þó sagt að þrátt fyrir að ásakanir um þátttöku starfsmanna UNRWA í hryðjuverkunum 7. október hafi verið ástæða þess að þau tóku tappann úr stuðningi sínum þá muni þau líta til Colonna skýrslunnar við endurskoðun á ákvörðun sinni. 

Bandaríska þingið hefur hins vegar krafist þess að stuðningur við UNRWA verði ekki hafinn að nýju fyrr en í mars á næsta ári, í fyrsta lagi. Það er gríðarlegt högg, þar eð Bandaríkin voru stærsti stuðningsaðili stofnunarinnar. 

Í janúar var framkvæmdastjóri UNRWA, Philippe Lazzarini, boðaður í ísraelska utanríkisráðuneytið þar sem honum var kynntur listi yfir tólf manns sem Ísraelar halda fram að hafi tekið þátt í hryðjuverkunum 7. október. Þegar listinn var kannaður kom í ljós að tveir mannanna voru þegar látnir. Engar sannanir voru færðar fram um að hinir tíu hefðu tekið þátt í hryðjuverkaárásunum. Engu að síður ákvað Lazzarini að reka tímenningana, í tilraun til að verja störf UNRWA á Gaza.  

Sú ákvörðun kom hins vegar frekar í bakið á UNRWA en hitt, og jók á grunsemdir styrktaraðila stofnunarinnar sem notuðu þá röksemd að mennirnir tíu hefðu ekki verið reknir nema að ásakanirnar væru á rökum reistar.  

Stofnuninni tekist að halda hlutleysi með undraverðum hætti

Í skýrslu Colonna er greint frá því hvernig UNRWA hefur tekist með næsta undraverðum hætti að halda hlutleysi sínu, þrátt fyrir að því sem næst allir starfsmenn stofnunarinnar séu Palestínumenn og komi frá Gaza, þar sem Hamas hefur ráðið lögum og í sautján ár. 

Meðal þess sem gert sé af hálfu stofnunarinnar til að halda hlutleysi sínu sé að afhenda bæði Ísraelum og Bandaríkjamönnum starfsmannalista UNRWA, öll þrettán þúsund nöfnin, til að gera öryggiskannanir á starfsmönnum. Ísraelar hafa ekki gert athugasemd við eitt nafn á listanum frá árinu 2011. 

Byggt á fréttum Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC), Al Jazeera og Guardian, auk annarra miðla. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí