Borgarastyrjöldin í Súdan, sem hefur staðið í ár núna milli fylkinga herforingjastjórnarinnar í landinu, hefur valdið verstu flóttafólkskrísu sem heimurinn hefur upplifað. Nú færast átökin óðum nær höfuðborg Norðu-Darfur héraðs, El Fasher. Þar eru 800 þúsund manns, bæði íbúar og fólk á flótta, og eru þau talin í bráðri lífshættu vegna átakanna.
Þessu greindi varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ríkjunum fimmtán sem sitja í Öryggisráðinu frá. „Bardagar í El Fasher gætu leyst úr læðingi blóðugar deilur milli allra hópa sem byggja Darfur,“ sagði Rosemary A. DiCarlo og tók þar með undir með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres frá því á mánudag.
Um 8 milljónir Súdana eru á flótta vegna átakanna og samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna þarf helmingur þjóðarinnar, um 25 milljón manns, á bráðri neyðaraðstoð að halda.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward