Bandaríkin vara við stórfelldu fjöldamorði

Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum varaði í gær við yfirvofandi stórfelldu fjöldamorði í súdönsku borginni El-Fasher. Borgin er miðstöð mannúðaraðstoðar í Darfur-héraði í landinu. 

Til þessa hefur borgin ekki fundið verulega fyrir stríðsátökunum sem geysa milli tveggja fylkinga hersins, SAF og RSF, sem berjast um völd í landinu. Síðan um miðjan mánuðinn hafa hins vegar borist fregnir af sprengjuárásum og bardögum í borginni og í nærliggjandi þorpum. 

Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart SÞ, fullyrti á blaðamannafundi eftir fund Öryggisráðsins um málefni Súdans að El-Fasher væri á bjargbrún stórfellds fjöldamorðs. „Þetta eru ekki getgátur. Þetta er grimmur raunveruleiki sem milljónir standa frammi fyrir. Það eru þegar komnar fram trúverðugar frásagnir þess efnis að RSF og tengdir vígahópar hafi jafnað fjölda þorpa vestur af El-Fasher við jörðu, og sem ég stend hér, eru RSF að skipuleggja yfirvofandi árás á El-Fasher. Það yrður hamfarir á hamfarir ofan,“ sagði Thomas-Greenfield. 

Milljónir Súdana eru á flótta eftir að átök brutust út milli fylkinganna tveggja, SAF undir stjórn hershöfðingjans Abdel Fattah al-Burham, og RSF undir stjórn Mohamed Hamdan Daglo hershöfðingja. 

Sem fyrr segir er El-Fasher helsta miðstöð mannúðarstarfs og neyðaraðstoðar í vesturhluta Darfur-héraðs. Í borginni búa tæplega tvær milljónir manns, margir hverjir sem flúið hafa þangað í fyrri átökum og hörmungum í Darfur. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí