Sameyki og FFR vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara

Kjaramál 9. apr 2024

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu og Félag flugmálastarfsmanna ríkisins vísuðu kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara 8. apríl 2024 eftir árangurslausar viðræður. Viðræðurnar hófust á milli aðila FFR og Isavia/SA þann 13. september 2023 sl. og kom Sameyki til viðræðna 19. febrúar 2024. Þá höfðu verið haldnir 11 fundir milli FFR við Isavia og SA. Félögin lögðu fram sameiginlega kröfugerð þann 25. mars 2024 og hafa verið haldnir þrír fundir síðan þá án árangurs.

Átjándi fundur samningsaðila var haldinn þann 8. apríl og var honum slitið kl. 16:35 án árangurs.

Samningsaðilar munu boða til sameignlegs félagsfundar með félagsfólki sem starfar hjá Isavia næstkomandi fimmtudag 11. apríl kl. 18:00. Staðsetning félagsfundarins verður send félagsfólki.

Kjarasamningar milli aðila runnu út þann 31. janúar 2024.

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí