Nær 70% lögreglumanna kusu gegn kjarasamningnum

Lögreglumenn felldu kjarasamning lögreglusambandsins við ríkið með miklum meirihluta. Kemur það á hæla nýju frumvarpi á þingi þar sem lagt var áherslu á hóflegar launahækkanir meðal háttsettra opinberra starfsmanna til að draga úr verðbólgu.

Það var athyglisvert einungis í ljósi þess að lögreglustjórar og dómarar mótmæltu hástert því frumvarpi eins og Samstöðin fjallaði um.

Lögreglumennirnir eru því ekki einir innan kerfis dóms og laga sem eru óánægðir með launakjör sín, þó vissulega slagi lögreglumenn ekki upp í laun dómara eða lögreglustjóranna.

Kjarasamningurinn var undirritaður 13. júní og var nú felldur með tæplega 68% atkvæða, aðeins tæplega 31% kusu að samþykkja samninginn.

Skiljanlega svo í ljósi þess að samkvæmt gildandi samningi raðast almennur lögreglumaður í launaflokk með grunnlaun upp á rúmar 487 þúsund krónur á mánuði. Auðvitað hækkar það töluvert í ljósi kvöld og næturvaktaálags sem einkennir eðlilega störf lögreglumanna að mestu leyti. Það breytir því ekki að launin eru ekki há miðað við það aukna álag að vinna á slíkum tímum sem og álagið sem fylgir starfinu.

Það liggur ekki fyrir hvað var í kjarasamningnum sem hafnað var og hvað það var sem varð til þess að hann var felldur, en lág laun lögreglumanna og lítill fjöldi þeirra sem er við störf þýðir það að álagið er gríðarlegt og því kröfur um launahækkanir eflaust miklar. Hækkanir og/eða annars konar breytingar til minnkunar á álagi á einhvern hátt.

Farið verður væntanlega í aðra lotu viðræðna úr þessu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí