Svarar grunnskólakennara fullum hálsi

Ófaglært fólk af erlendum uppruna, ásamt ófaglærðu fólki fæddu hér á Íslandi, heldur leikskólunum gangandi.

Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

„Ef aðflutt fólk mætti ekki vinna í leikskólum vegna ónægrar íslenskukunnáttu hverjir ættu þá að vinna þessa ómissandi vinnu? Það er einfaldlega ekki til nóg af leikskólakennurum til að koma í staðinn fyrir þetta fólk. Staðreyndin er sú að Eflingar-fólk heldur leikskólum Reykjavíkurborgar opnum. Sama má eflaust segja um félaga í verkalýðsfélögum verkafólks hringinn í kringum landið,“ segir Sólveig Anna á facebook.

Tilefni ummæla Sólveigar Önnu er að Ragnheiður Stephensen grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðabæ fullyrti við Pallborðið á Stöð 2 að starfsfólk leikskólanna sé ástæðan fyrir lélegu læsi barna í grunnskólum. Sólveig Anna segir að hún hafi sagt að í leikskólum sé „erlent umhverfi“ og hafi vísað til starfsfólks af erlendum uppruna sem vinnur með börnum samfélagsins. Hún hafi ályktað að starfsfólkið sé ástæðan fyrir því að börnin í grunnskólunum læri síður að lesa.

„Kröfurnar á þetta starfsfólk eru mjög miklar – meiri en þær ættu að vera, ekki síst vegna þess að ekki er nægilega mikið af faglærðu fólki við störf. Þau gera sitt besta í erfiðum aðstæðum – fyrir verulega lægri laun en þau faglærðu,“ segir Sólveig Anna og bætir við af fullum þunga.

„Að menntaður grunnskólakennari haldi að það sé málstaðnum til framdráttar að kenna þeim frábæra hópi aðflutts starfsfólks sem gætir barna samfélagsins í leikskólum, um það að grunnskólabörn læri ekki að lesa, er algjörlega stórfurðulegt að hlusta á. Ef að einhverjum er um að kenna þá hlýtur sökin að liggja hjá valdastéttinni sem getur ekki rekið velferðarkerfi/menntakerfi, foreldrum sem lesa ekki fyrir börnin sín, og dare I say it, grunnskólakennurunum sem vinna við að kenna,“ segir Sólveig Anna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí