Fagnefnd gefur fjármálaáætlun stjórnarinnar falleinkunn

Fjármálaráð sem skipað er þremur sérfræðingum hverju sinni og er ætlað að vera stjórnvöldum til aðhalds, gefur fjármálaáætlun ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar falleinkunn.

Þetta kemur fram í frétt á dv.is.

Núverandi fjármálaráð er skipað þannig til ársins 2025 að Gunnar Haraldsson er formaður, tilnefndur af forsætisráðherra. Þá sitja þær Arna Olafsson og Þórunn Helgadóttir í ráðinu, báðar tilnefndar af Alþingi.

Eftir því sem fram kemur á dv.is sendi Fjármálaráðið frá sér ítarlega skýrslu í vikunni. Niðurstaðan er mikill áfellisdómur á verk ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson fer fyrir fjármálaráðuneytinu.

Meðal athugasemda eru:

  • Gagnsæi í opinberum fjármálum er ábótavant.
  • Tímabundin útgjöld hafa tilhneigingu til að verða varanleg.
  • Minna aðhald er í ríkisrekstri hér en í samanburðarlöndum.
  • Áföll eru regla fremur en undantekning í íslensku hagkerfi.
  • Útgjaldavöxtur síðustu ára er ósjálfbær.
  • Óljóst er hvernig draga eigi úr útgjaldavexti
  • Óútfært aðhald sem birta á í fjárlögum er ógagnsætt og dregur úr trúverðugleika áætlana.
  • Gagnsæi ábótavant í tengslum við óútfærðar áætlanir um sölu eigna.
  • Almennar tilfærslur draga úr skilvirkni aðgerða.
  • Skortur er á gagnsæi varðandi forsendur um breytingu á vexti örorku-og ellilífeyris
  • Varasamt er að ótilgreind eignasala sé forsenda fjármálaáætlunar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí