Fjármálaráð sem skipað er þremur sérfræðingum hverju sinni og er ætlað að vera stjórnvöldum til aðhalds, gefur fjármálaáætlun ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar falleinkunn.
Þetta kemur fram í frétt á dv.is.
Núverandi fjármálaráð er skipað þannig til ársins 2025 að Gunnar Haraldsson er formaður, tilnefndur af forsætisráðherra. Þá sitja þær Arna Olafsson og Þórunn Helgadóttir í ráðinu, báðar tilnefndar af Alþingi.
Eftir því sem fram kemur á dv.is sendi Fjármálaráðið frá sér ítarlega skýrslu í vikunni. Niðurstaðan er mikill áfellisdómur á verk ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson fer fyrir fjármálaráðuneytinu.
Meðal athugasemda eru:
- Gagnsæi í opinberum fjármálum er ábótavant.
- Tímabundin útgjöld hafa tilhneigingu til að verða varanleg.
- Minna aðhald er í ríkisrekstri hér en í samanburðarlöndum.
- Áföll eru regla fremur en undantekning í íslensku hagkerfi.
- Útgjaldavöxtur síðustu ára er ósjálfbær.
- Óljóst er hvernig draga eigi úr útgjaldavexti
- Óútfært aðhald sem birta á í fjárlögum er ógagnsætt og dregur úr trúverðugleika áætlana.
- Gagnsæi ábótavant í tengslum við óútfærðar áætlanir um sölu eigna.
- Almennar tilfærslur draga úr skilvirkni aðgerða.
- Skortur er á gagnsæi varðandi forsendur um breytingu á vexti örorku-og ellilífeyris
- Varasamt er að ótilgreind eignasala sé forsenda fjármálaáætlunar.