Fleiri á fundi Höllu en skipulag gerði ráð fyrir

Færa þurfti hluta gesta á framboðsfundi Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðandi milli hæða vegna fjölmennis í dag.

Framboðsfundurinn fór fram í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Salurinn reyndist of lítill til að rúma gesti. Þurftu skipuleggjendur því að grípa til ráðstafana en samt þurftu margir að standa og má áætla að um 150 manns hafi hlýtt á kynningu Höllu.

Fram kom á að Halla væri enn full sigurvilja þótt fylgi hennar hefði ekki mælst mikið um tíma. Fylgið hefur samkvæmt skoðanakönnunum þrefaldast síðustu daga og sagðist hún hrærð vegna aðsóknarinnar á fundinn.

Sumpart ræddi Halla ekki ósvipuð mál og Katrín Jakobsdóttir á fundi Katrínar fyrr í dag á Akureyri. Jafnrétti, mikilvægi frumkvæðis, skortur á trausti sem mikið mein þar sem forseti gæti brúað bil var meðal þess sem fram kom hjá Höllu en hún flutti auk þess ítarlega kynningu á sjálfri sér og eiginmanni hennar sem stóð henni við hlið allan tímann í Hofi.

Fundargestir Höllu voru að jafnaði mun yngri en hjá Katrínu en nokkuð var um að sama fólkið sækti fundina, sem gæti bent til þess að enn séu margir óvissir um eigið atkvæði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí