Mogginn sakaður um misbeitingu fjölmiðlavalds

Hiti er hlaupinn í fólk eftir að skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið sýndi í morgun að bæði Halla Hrund Logadóttir og Halla Tómasdóttir njóta meira fylgis meðal landsmanna en Katrín Jakobsdóttir. Munurinn er þó innan skekkjumarka.

Margir hafa á samfélagsmiðlum gert athugasemdir við hvernig Mogginn sagði eigin frétt. Andrés Magnússon er arkitekt framsetningar upplýsinganna.

Gísli Sigurðsson fræðimaður er í hópi þeirra sem gagnrýna framsetningu Moggans gagnvart eigin frétt. Gísli bendir í facebook-færslu á að blaðinu takist að skrifa tvær stórar fréttir um þau tíðindi að Halla Hrund sé aftur orðin efst án þess að nafn Höllu Hrundar sjáist í fyrirsögn.

„Af hverju þarf misbeiting fjölmiðlavalds að vera svona ömurleg?“ Spyr Gísli.

Gísli nefnir til samanburðar hvernig Mogginn sagði frá síðustu könnun sem helst hafi mátt líkja við niðurstöður kosninga á forsíðu að hans sögn.

Nokkrir taka undir. Segir einn: „Mbl hefur valið sér frambjóðanda og hagar skrifum eftir því.“

Sem einmitt er misbeitingin sem ég er að tala um, svarar Gísli. „Þegar bara er eitt dagblað eftir í landinu þarf blaðið að sýna lýðræðinu meiri virðingu en þetta – þegar flokksblaðshugsunarhátturinn ætti að heyra sögunni til og atvinnumennska í meðhöndlun frétta að fá meira vægi.“

Ekki eru allir sammála og segir Kristján B. Jónasson: „Meira vælið. Fréttin er að þrjár konur eru hnífjafnar.“

Það virðist því stefna í sjóðheita viku og ekki ólíklegt að hart verði barist uns síðasta atkvæðið hefur verið talið aðfararnótt sunnudags.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí