VG orðið eitrið sem flokkurinn ætlaði að uppræta

Stjórnmál 6. maí 2024

Vinstri grænir náðu að taka það ógeðslegasta út úr frumvarpi um útlendinga til þess eins að hið ógeðslega gangi aftur í nýju frumvarpi ríkissstjórnarinnar þar sem rekin er „harðsvíruð útlendingastefna“. VG er í „raunveruleikarofi“.

Þetta segir fyrrum VG-þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson.

Í liðnum ÞINGIÐ á Samstöðinni við Rauða borðið í kvöld gneistar á milli fyrrum VG-liðans Andrésar Inga, nú þingmanns pírata, og Jódísar Skúladóttur alþingismanns VG. Andrés Ingi segir að VG hafi staðið fyrir þjónustusviptingum hælisleitenda og aukið skautun í stað þess að vinna gegn henni samkvæmt yfirlýsingum. VG hafi búið til jarðveg um þennan málaflokk sem aldrei hafi áður sést.

„Þið eruð orðin eitrið sem þið létuð eins og þyrfti að hreinsa landið af,“ segir hann við hávær mótmæli VG-þingmannsins Jódísar í þættinum.

Sjá klippu hér:

Auk þeirra taka Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins þátt í umræðunum, Björns Þorláks stýrir umræðunni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí