Vinstri grænir náðu að taka það ógeðslegasta út úr frumvarpi um útlendinga til þess eins að hið ógeðslega gangi aftur í nýju frumvarpi ríkissstjórnarinnar þar sem rekin er „harðsvíruð útlendingastefna“. VG er í „raunveruleikarofi“.
Þetta segir fyrrum VG-þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson.
Í liðnum ÞINGIÐ á Samstöðinni við Rauða borðið í kvöld gneistar á milli fyrrum VG-liðans Andrésar Inga, nú þingmanns pírata, og Jódísar Skúladóttur alþingismanns VG. Andrés Ingi segir að VG hafi staðið fyrir þjónustusviptingum hælisleitenda og aukið skautun í stað þess að vinna gegn henni samkvæmt yfirlýsingum. VG hafi búið til jarðveg um þennan málaflokk sem aldrei hafi áður sést.
„Þið eruð orðin eitrið sem þið létuð eins og þyrfti að hreinsa landið af,“ segir hann við hávær mótmæli VG-þingmannsins Jódísar í þættinum.
Sjá klippu hér:
Auk þeirra taka Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins þátt í umræðunum, Björns Þorláks stýrir umræðunni.