„Vonleysið sem öryrkjar upplifa er í boði ríkisstjórnarinnar“

Stjórnmál 3. maí 2024

„Þrátt fyrir að lifa mjög hógværu lífi, þá mun óbreyttur húsnæðismarkaður setja mig á götuna. Ég er ekki einn í þessari stöðu. Þúsundir öryrkja glíma við svipaðar og jafnvel erfiðari aðstæður.“

Þetta skrifar Svanberg Hreinsson, varaþingmaður Fokks fólksins og öryrki, í grein sem birtist á Vísi. Þar rekur Svanberg að samkvæmt skýrslu ÖBÍ séu öryrkjar mun líklegri en aðrir samfélagshópar til að festast á leigumarkaði, fáir þeirra eigi fasteign og þeir sem slíka eigi hafi flestir eignast hana áður en þeir urðu öryrkjar. 

Húsaleiga hafi hækkað um ríflega 160 prósent á áratug, skrifar Svanberg, og með því horfi leigjendur upp á kaupmátt sinn rýrna ár frá ári. Þá þróun þekki hann vel sjálfur. „Sem öryrki greiddi ég um síðustu mánaðamót 62% af ráðstöfunartekjum mínum í húsaleigu. Síðan greiddi ég 3,5% af mínum tekjum til lífsnauðsynlegra lyfjakaupa. Sem sagt, 65,5% í leigu og lyf. Þá á eftir að greiða fyrir hita, rafmagn, síma og internet, tryggingar og mat,“ skrifar Svanberg. 

Undirstaða stöðugleika sé húsnæðisöryggi og fátækt fólk á Íslandi njóti ekki slíks öryggis, skrifar Svanberg. Það þýði mikið rót, ítrekaða flutninga fjölskyldna úr einu leiguhúsnæði í annað, sem aftur þýði að börn þeirra festi ekki rætur og upplifi ekki stöðugleika. Það muni lita líf þeirra.

Núverandi húsnæðisstefna ríkisstjórnarinnar, sem setið hefur við völd í hartnær sjö ár, ýtir undir verðbólgu, aukna stéttskiptingu og rótleysi barnafjölskyldna, skrifar Svanberg. Fátækt vex og kaupmáttur minnkar. „Vonleysið sem öryrkjar upplifa er í boði ríkisstjórnarinnar.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí