Breytingartillögur fjárlaganefndar Alþingis gera ráð fyrir hækkun útgjalda í fjármálaáætlun ríkisins. Hækkunin nemur á áttunda hundrað milljóna næsta ár og meira en hálfum milljarði næstu ár allt til 2029.
Meirihluti nefndarinnar segir að þróun ríkisfjármála sé slík að kalli á áform um að eignasölu ríkisins verði hraðað.
„Síðastliðin ár hafa útgjöld hins opinbera aukist mun meira hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum,“ segir í áliti ,meirihluta fjárlaganefndar Alþingis.
Sem dæmi um kostnaðarsamar breytingar sem ríkisstjórnin hefur sjálf staðið fyrir er stóraukinn kostnaður eftir að ráðuneytum var fjölgað sem og þá bendir margt til hækkandi kostnaðar við öryggisgæslu, ekki síst vegna lífvarða ráðherra Sjálfstæðisflokksins eins og Samstöðin hefur fjallað um.
Meirihluti fjárlaganefndar telur koma til greina að í stað þess að nefskattur sé greiddur til að halda úti starfrækslu Rúv verði fjárframlög ákveðin í fjárlögum hvers árs. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Meirihlutinn vill að löggan og Landhelgisgæslan verði undanþegin almennri aðhaldskröfu ríkisins á tímabili fjármálaáætlunarinnar en opnað verði sendiráð Íslands á Spáni.
Sendiráðið mun kosta landsmenn 177 milljónir fyrsta árið en síðan 132 milljónir árlega.