Aukin ríkisútgjöld kalli á sölu ríkiseigna

Breyt­ing­ar­til­lög­ur fjárlaganefndar Alþingis gera ráð fyrir hækkun út­gjalda í fjár­mála­áætl­un­ ríkisins. Hækkunin nemur á áttunda hundrað milljóna næsta ár og meira en hálfum milljarði næstu ár allt til 2029.

Meirihluti nefndarinnar segir að þróun ríkisfjármála sé slík að kalli á áform um að eignasölu ríkisins verði hraðað.

„Síðastliðin ár hafa út­gjöld hins op­in­bera auk­ist mun meira hér á landi en ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um,“ seg­ir í álit­i ,meirihluta fjárlaganefndar Alþingis.

Sem dæmi um kostnaðarsamar breytingar sem ríkisstjórnin hefur sjálf staðið fyrir er stóraukinn kostnaður eftir að ráðuneytum var fjölgað sem og þá bendir margt til hækkandi kostnaðar við öryggisgæslu, ekki síst vegna lífvarða ráðherra Sjálfstæðisflokksins eins og Samstöðin hefur fjallað um.

Meirihluti fjárlaganefndar telur koma til greina að í stað þess að nefskattur sé greiddur til að halda úti starfrækslu Rúv verði fjárframlög ákveðin í fjárlögum hvers árs. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Meirihlutinn vill að löggan og Land­helg­is­gæsl­an verði und­anþegin al­mennri aðhalds­kröfu rík­is­ins á tíma­bili fjár­mála­áætl­un­ar­inn­ar en opnað verði sendi­ráð Íslands á Spáni.

Sendiráðið mun kosta landsmenn 177 milljónir fyrsta árið en síðan 132 milljónir árlega.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí