Íslandsmót tapsárra

Miklar tilfinningar hafa verið áberandi í þjóðmálaumræðunni síðan ljóst varð að Halla Tómasdóttir rústaði kosningu til embættis forseta Íslands.

Þegar upp var staðið reyndist forskot Höllu á Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, níu prósent.

Morgunblaðið í dag fjallar um að taktísk kosning gegn Katrínu skýri stökk Höllu á lokametrunum. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður er ósammála þeirri söguskýringu að kosið hafi verið gegn Katrínu með illum hug fremur en að hægt sé að túlka niðurstöðuna sem stuðning við Höllu.

„Þetta er einhver fýlubomba tapsárra,“ segir Gunnar Smári í greiningu sinni á facebook.

Hann segir að andstaða við Katrínu hafi komið fram í könnunum um traust til hennar sem ráðherra, í afstöðu fólks til ríkisstjórnarinnar og til fylgistaps og flótta fólks frá Vg.

„Þetta er farangur sem Katrín tók með sér í forsetakjör. Og þegar upp var staðið kom í ljós að hún gat ekki unnið. Hún hafði ekki til þess nægan stuðning og hafði misst stuðning of margra.“

Tíu prósent kjósenda hafi litið á kosninguna sem val milli Katrínar og Höllu.

„Það voru engin svik, engin illvirki, ekkert svindl eða óheiðarleiki. Bara fólk að fara vel með atkvæði sitt. Og þessi söguþráður tengist aðeins 10% kjósenda. 90% kjósenda héldu sig við sitt val, létu skoðanakannanir ekki trufla sig,“ segir Gunnar Smári blaðamaður.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí