Græðgi útgerðarmanna drepi einyrkjana

Guðröður Atli Jónsson háseti getur ekki orða bundist yfir græðgi útvegsmanna.

Í pistli gerir hann að umræðuefni hvernig blaðamaður Morgunblaðsins gekk nýverið í lið með SFS í umfjöllun blaðsins um að á útgerðamönnum væri brotið með því að SFS fái ekki hverjum einasta kvótafiski úthlutað.

Guðröður Atli vísar til strandveiða sem nokkrir einyrkjar fái enn notið. Með skrifum hans má greina að sú stund geti runnið upp að græðgi útgerðarmanna drepi þá fáu einyrkja sem eftir standa.

„Þessir sjálfskipuðu kóngar hafauðsins nota orð eins og græðgi, óskynsemi og óarðbærni. Þessi orð eiga að lýsa því að af 209 þúsund tonna potti fá þessir SFS-kóngar einungis 197 þúsund tonn. Hvernig má þetta vera að þeir fá ekki allan pottinn, þeir eru nú einu sinni kóngar. Hvaða frekjuhundar vaða hér upp?“ Spyr Guðröður Atli.

Í þessu sambandi birtir hann mynd af pabba sínum, 83ja ára trillukarli, strandveiðisjómanninum Jóni Marteini Guðröðssyni.

„Bátur hans er 50 ára gamall eikarbátur sem þarf stöðugt viðhald og gríðarlega mikla vinnu til að halda gangandi. Það þarf mikinn vilja til að sjá græðgi í vali á bátnum. Handfærarúllurnar eru þrjár gamlar notaðar rúllur hvor af sinni gerðinni. Erfitt er að sjá græðgi þar.“

Pistillinn hefur vakið verðskuldaða athygli og aðdáun margra sem blöskrar frekja og óréttur voldugra útgerðarmanna og hagsmunasamtaka þeirra – að ekki sé minnst á áróðursrit þeirra, Morgunblaðið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí