Leggja til íbúakosningu í Hafnarfirði vegna óánægju með verkefni Carbfix

Mikillar óánægju hefur gætt meðal íbúa Hafnarfjarðar varðandi áform fyrirtækisins Carbfix um að koma á laggir gríðarstóru kolefnisbindingarverkefni að nafni Coda Terminal í nágrenni bæjarins. Rúmlega 4500 íbúar hafa mótmælt staðsetningu borteiga Carbfix á undirskriftalista.

Nú hefur bæjarfulltrúinn Jón Ingi Hákonarson, úr Viðreisn, í aðsendri grein á Vísi, sagst ætla að leggja fram tillögu um íbúakosningu um málið. Viðreisn er í minnihluta bæjarstjórnar, en meirihlutann skipa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Jón Ingi segir Viðreisn vilja með íbúakosningu tryggjað að sátt verði um verkefnið, en henni verði aldrei náð án beins samþykkis bæjarbúa.

Fyrirtækið Carbfix er eitt af vonarstjörnum yfirvalda um þessar mundir sem töfralausn við loftslagsvánni, en fyrirtækið hefur þróða tækni sem á að gera það kleift að binda kolefni niður í jörðu með því að dæla því niður í djúpberg. Tæknin hefur gefið góða raun að því haldið er fram en í ljósi nýlegs klúðurs yfirvalda með slagtogi sínu við töfralausnarfyrirtækið Running Tide, þá er kannski skynsamlegt að setja varnagla við áformin.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og samfélagsrýnir, hefur bent á umfangsmikil áform Carbfix, þvert um allt landið, þar sem mörg verkefni af slíkri kolefnisbindingu og dælingu á að setja á laggirnar. Hún deildi færslu á Facebook frá konu að nafni Arndís Kjartansdóttur, sem birtist í hópnum Mótmælum staðsetningu Coda Terminal við íbúabyggð.

„Það hefur ENGIN umræða farið fram um það hvort að landsmenn vilji taka við CO2 fré erlendri stóriðju og setja í berg á Íslandi. Það hefur engin umræða farið fram um hvort að íbúar vilji hafa svona framkvæmdir í mikilli nálægð við heimilin sín.“

Arndís hélt áfram: „Eru íbúar á Snæfellsnesi til í þetta? Hvað með íbúa á Raufarhöfn, Kópaskeri og Húsavík? Hafa íbúar á Reykjanesi sagt já takk við verkefninu í Helguvík? Hvað með íbúa í Þorlákshöfn? Skiptir kannski engu máli hvað fólkinu í landinu finnst?“

Steinunn Ólína deildi færslunni með orðunum „Nú hefst baràttan fyrir alvöru gott fólk.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí