Rukkuð verði þjónustugjöld í líkhúsum

Blessað ævintýrið sem er nýfrjálshyggjusamfélagið okkar ætlar aldrei að toppa sig í fáránleika. Líkhús í Reykjavík og Akureyri hafa rekið sig með halla í áratugi að sögn framkvæmdastjóra Kirkjugarða Akureyrar. Lagabreyting sem leyfir líkhúsum innheimtu þjónustugjalda verður lögð til á Alþingi í haust.

Kvartað hefur verið undan fjárskorti í rekstri líkhúsa lengi, en þannig er mál með vexti að slíkur rekstur á sér stað með fjármögnun ríkisins eingöngu og líkhúsum er ekki heimilt að rukka þjónustugjöld til að standa straum af rekstrinum.

Því verður mögulega breytt ef marka má frétt RÚV um málið, en á haustþingi verður lögð til tillaga um að heimila slíkt, að öllum líkindum af hálfu dómsmálaráðherra.

Nú liggur við að ríkið gæti hæglega fjármagnað reksturinn sjálft eins og það hefur gert lengi, þó auðvitað illa og af skornum skammti ef marka má rekstraraðilana.

Nei það er augljósari lausn af hálfu hins opinbera að rukka almenning þjónustugjöld fyrir þann óskunda að hafa dáið og vera ríkinu til trafala sem lík. Rukka ættingja og skyldmenni sem syrgja um gjöld, frekar en að fjármagna líkhúsin sjálf. Seilast í vasa syrgjenda frekar en í vasa auðvaldsins.

Greinilegt er að skattlagning á almenning er ekki næg, setja þarf á fleiri skatta, fyrirgefið þjónustugjöld. Það líka af hálfu sjálfskipaðs andstæðings skatta, Sjálfstæðisflokknum, sem veigrar sér raunar aldrei við skattheimtu á almenning, aðeins skattheimtu á hina ríku og valdamiklu.

Þetta kemur líka á tíma þar sem kjarnasamningar hafa nýlega verið undirritaðir, meðal annars með þeim loforðum að hið opinbera myndi halda aftur af hækkunum á gjaldskrám og aukinni gjaldtöku til að stemma stigu við verðbólgu. Það entist ekki lengi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí