Situr við sinn keip og hörfar hvergi

Joe Biden situr fast við sinn keip og neitar að hætta við forsetaframboðið þótt æ fleiri demókratar hvetji hann til þess.

Þetta kom fram á blaðamannafundi í gærkvöld.

Margir telja að möguleikar varaforsetaefnis demókrata, Kamölu Harris, yrðu meiri ef takast á að sigra Trump en Biden segist ekki í þeim hópi þótt skoðanakannanir segi annað.

Öldrun Biden og elliglöp eru samkvæmt erlendum fjölmiðlum helsta umræðuefni heimsins í dag. Neyðarlegt þykir að Biden hafi kynnt forseta Úkraínu til leiks sem sjálfan Pútín.

Þegar blaðamenn spurðu hann út í það atvik á fundinum í gærkvöld reyndi hann að gera lítið úr því. Hann ruglaði þó í fleiri tilvikum saman nöfnum eftir því sem leið á gærkvöldið en segist eigi að síður hæfastur allra til að verða áfram forseti Bandaríkjanna.

Blaðamannafundur Biden í gærkvöld var sá fyrsti síðan hann mætti Donald Trump í sjónvarpskappræðum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí